Kökur

Kladdkaka með daim-súkkulaði.

Kladdkaka með daim

Á eftir kanilbullum hefur mér sýnst að kladdkaka sé vinsælasta bakkelsið í Svíþjóð. Kladdkökur eru til í ótal-útfærslum og ég sé reglulega á netinu keppnir í að búa til nýjar útgáfur af þessari köku. Kladdkaka er eiginlega sænska útfærslan á því sem Kanar kalla „brownies“, fyrir þá sem ekki vita hvernig kaka þetta er (sem eru eflaust flestir 🙂 )  Ég er þegar búin að prófa að baka kladdköku með piparbrjóstsykri en um helgina fór ég með þessa daim-útfærslu í matarboð. Ég bakaði hana fulllengi þannig að hún var ekki alveg nógu „klístruð“ en var annars virkilega góð 🙂

 

Kladdkaka með daim-súkkulaði.

100 g smjör
2 egg
3 dl sykur
2 1/2 dl hveiti
4 msk kakó
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
2 daim-súkkulaðistykki

Ofn hitaður í 200 gr. Smjörið brætt. Egg og sykur þeytt saman. Smjörinu þeytt saman við. Hveiti, kakó, lyftidufti og vanillusykri blandað út í. Daim-ið hakkað niður og bætt út í deigið. Deiginu hellt í smurt springform. Bakað í miðjum ofni í 30 mínútur. Sigtið kakó yfir kökuna þegar hún er kólnuð. Berist fram með þeyttum rjóma.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s