Aðalréttir · Kjúklingaréttir

Enchilada með kjúkling

Þessa uppskrift er að finna í Ostalist-bók sem er til heima hjá mömmu og pabba. Ég man óljóst eftir því þegar ég og Stína elduðum þetta saman fyrst, ég held jafnvel að það hafi verið þegar við bjuggum á Skagfirðingabrautinni ( semsagt fyrir mjög mörgum árum síðan). Í minningunni var þetta rosalega flókinn réttur að elda en þegar ég hef eldað hann í seinni tíð þá sé ég að reynsluleysið í eldhúsinu olli því að mér fannst þetta ferlega flókið 🙂

Í upprunalegu uppskriftinni eru 3 græn chili en ekki sambal oelek og það er talað um 12 tortillakökur en þegar ég hef gert þetta þá duga mér 4-7, það fer þó eftir stærð.

Enchilada með kjúkling
2 msk smjör
2 msk hveiti
1 bolli mjólk
1 tsk salt
350 gr feitur ostur
400 gr kjúklingur
1 avokado
1 tómatur
2-4 tsk sambal oelek
10-15 ólífur
1/2 laukur
Tortillas

Hitið ofninn í 175°c
Steikið eða sjóðið kjúklinginn. Skerið niður avokado, tómat, ólífur og lauk.
Búið til hvíta sósu úr hveitinu, smjörinu, salti og mjólk. Bætið 200 gr af osti í sósuna og hrærið þar til osturinn er bráðnaður. Bætið sambal oelek við eftir smekk. Hrærið kjúkling, avokado, tómat, ólífur og lauk saman við. Jafnið hrærunni á tortilla kökurnar og vefjið þeim upp. Raðið vefjunum í smurt eldfast mót með samskeitin niður. Stráið því sem eftir er af osti yfir vefjurnar og bakið í 20-25 min.

Enchilada

2 athugasemdir á “Enchilada með kjúkling

  1. Ég hef stundum gert svipaðan svona rétt með fiski, ótrúlega einfalt, set bara kotasælu, ost og salsasósu í tortillaköku og svo fiskbita sem e´g er búin að salta og pipra, rúlla upp og set ost ofaná, baka svo í ofni með álpappír ofaná til að byrja með og tek hann svo af undir lokin:)
    En ætla að prufa þessa uppskrift frá ykkur við tækifæri:)

    1. Hljómar vel Hulda, ef ég væri hrifnari af fisk en raun ber vitni þá myndi ég örugglega prufa að nota fisk í staðinn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s