Aðalréttir · Hakkréttir

Mexíkóbaka með pepperóní

Mexíkóbaka með pepperóní

Ég prófaði nýja tegund af mexíkóböku um helgina (ég var örugglega búin að segja frá því áður að þetta virðist vera algengasti „kósýmaturinn“ í Svíþjóð, allavega eru til þúsund uppskriftir af svona bökum hér.) Þessi rann sérstaklega ljúflega niður hjá bæði eiginmanni og börnum, þessir dálítið matvöndu drengir mínir gáfu henni toppeinkunn og þeir tóku ekki einu sinni eftir lauknum sem skreytti bökuna 🙂

Ég breytti uppskriftinni aðeins frá þeirri sem ég fann í aftonbladet. Mér fannst bökuskelin ekkert sérstök þannig að ég gef uppskriftina að þeim bökubotni sem ég er vön að nota. Það má líka bara ganga alla leið og kaupa bara bökuskel út í búð, sparar tíma og vesen 😉 Svo fannst bætti ég aðeins í tacokryddið (átti að vera einn en ég setti helmingi meira, þetta er smekksatriði svo prófið ykkur bara áfram). Við vildum líka hafa jalapenópipar á okkar helmingi en ég mæli með því að þið prófið ykkur áfram með það, hann er töluvert sterkur 🙂 Að lokum fannst mér majó/sýrðra rjómafyllingin full mikil þannig að ég minnkaði hana aðeins líka.

Get annars alveg mælt með að prófa þennan rétt, það fannst öllum í fjölskyldunni þetta mjög gott 🙂

Mexíkóbaka með pepperóní

Mexíkóbaka með pepperóní

Bökuskel:
3 dl hveiti
125 gr kalt smjör, í bitum
2 msk kalt vatn

Fylling:
500 g nautahakk
1 msk olía
1 laukur
1  – 2 pakkar tacokrydd
2  – 3 hvítlauksgeirar
1 dl vatn
3 tómatar
1,5 dl sýrður rjóma
3 msk majónes
2 dl  rifinn ostur
1/2 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
8 pepperonisneiðar (eða að vild)
Jalapeno að vild (niðursoðinn – má líka sleppa)

Bökuskel:
Setjið hveiti og smjör í matvinnsluvél og hakkið saman (það þarf bara rétt að púlsa á vélinni í 5 – 6 sekúndur, ekki of lengi). Setjið vatnið út í og keyrið vélina í ca. 10 – 20 sekúndur þar til þetta byrjar að verða að deigi. Keflið út og setið í hringlaga bökuform. Það má líka þrýsta deiginu niður í formið í staðin fyrir að kefla það út (ég nota yfirleitt bara puttana). Látið hvíla í ísskáp í ca. hálftíma.

Fylling
Ofninn stilltur á 200 gr. Bökuskelin forbökuð í ca. 10 mínútur.

Nautakjötið steikt ásamt lauknum og hvítlauknum. Tacokryddinu bætt út í, smakkið til. Mér fannst einn poki of lítið þannig að ég bætti við hálfum poka í viðbót. Bætið vatninu við og látið malla þar til vökvinn er næstum horfinn.

Setjið hakkið í bökuskelina. Skerið tómatana niður og setjið yfir hakkið ásamt jalapeno-piparnum ( ath hann er sterkur þannig að farið varlega ef þið eruð ekki vön).

Blandið saman sýrða rjómanum, majónesinu og rifna ostinum og breiðið yfir tómatana. Setjið pepperóní og rauðlauk yfir. Bakið í 12 – 15 mínútur þar til bakan er orðin gullinbrún.

Borið fram með t.d. nachos-flögum, salati og salsasósu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s