Aðventa · Íslensk klassík · Jól · Kökur

Brún lagkaka/randalína(v)

Brún lagkaka/randalína(Þessi uppskrift er stór, það má vel helminga hana, baka á tveimur ofnplötum, og skera hvorn kökubotn í tvennt til að búa til fjóra kökubotna. Sennilega mætti líka búa bara til fjórðung og baka á einni plötu ef því er að skipta og skipta þeim botni í fjóra jafna hluta :). Kökubotnar400 gr smjörlíki300… Halda áfram að lesa Brún lagkaka/randalína(v)

Annað · Jól

Undirbúningur hafinn fyrir jólin

Við systur settumst niður og renndum yfir jólauppskriftirnar okkar í dag. Það er af nógu að taka en ennþá vantar nokkrar lykiluppskriftir frá barnæsku - eins og lagtertu og strassborgara! Væri gaman að bæta úr því fljótlega 😊 Eru einhverjar uppskriftir sem ykkur finnst vanta? Ekki hika við að óska eftir uppskriftum og við gerum… Halda áfram að lesa Undirbúningur hafinn fyrir jólin

Annað · Vegan

Egg replacement

Þegar einstaklingar geta ekki vegna ofnæmis, eða vilja ekki borða egg þá þarf að finna staðgengil eggja fyrir margar baksturs uppskriftir. Í þessari færslu verður rætt um hvaða möguleikar standa til boða sem "egg replacer". Aquafab Aquafab er vökvinn sem er í kjúklingabaunadósinni. Aquafab er nota í stað eggja í uppskriftum. Þessi vökvi er mest… Halda áfram að lesa Egg replacement

Brauð og bollur · Vegan

Vöfflurnar hennar mömmu (v)

Þessar vöfflur eru lausar við egg og mjólkurvörur, þær henta því sérstaklega vel fyrir einstaklinga sem eru með ofnæmi, óþol eða kjósa að borða ekki slíkt. Chiafræ henta vel sem egg replacer fyrir vöfflur, ég verð varla vör við fræin í vöfflunum eftir að búið er að baka þær. Vöfflurnar hennar mömmu (v) 5 dl… Halda áfram að lesa Vöfflurnar hennar mömmu (v)

Jól · Vegan

Seitan Jólahleifur

Betri helmingurinn er búinn að vera að þróa jólamatinn okkar núna undanfarnar vikur. Þetta eru önnur jólin okkar síðan við hættum að borða kjöt og aðrar vörur sem koma af dýrum. Við vorum bæði mjög hrifin af hamborgahryggnum sem jólamat og hefur Halli verið að prufa sig áfram með að útbúa seitan hleif sem kemur… Halda áfram að lesa Seitan Jólahleifur

Kökur · Vegan

Bakaðir kleinuhringir (v)

Ég bakaði þessa kleinuhringi fyrir 5 ára afmæli dóttur minnar í maí. Ég fattaði það hins vegar þegar veislan var að verða búin að ég tók nánast engar myndir af þeim. Þeir runnu út eins og heitar lummur og ég sá strax að ég var komin með klassíker í hendurnar. Þegar elsta dóttir mín varð… Halda áfram að lesa Bakaðir kleinuhringir (v)

Aðalréttir · Súpur · Vegan

Víetnömsk Núðlusúpa (v)

Ég elska súpur og ég elska núðlur. Við hjúin vorum reglulegir viðskiptavinir hjá Noodle Station og þessi súpa minnir á súpuna þar. Þegar ég datt niðrá þessa súpu varð ég bókstaflega ástfangin af henni. Ég hafði aldrei notað stjörnu anis eða kóríander fræ áður! Þegar ég borða kóríander þá finn ég sápubragð þannig að ég… Halda áfram að lesa Víetnömsk Núðlusúpa (v)

Jól · Konfekt · Vegan

Pistasíumarsipankonfekt

Pistasíumarsipankonfekt 50 gr pistasíuhnetur 150 gr gróft odense marsipan 2-3 tsk fínt rifin börkur af lime 4 msk lime safi Hvítt súkkulaði* (sjá neðan fyrir veganskt súkkulaði) Fínhakkið pistasíuhneturnar, takið svolítið af hnetum til hliðar.  Hrærið saman marsipaninu, limesafanum, börkinum og hnetunum. Hrærið þar til öll innihaldsefnin eru vel blönduð saman. Mótið 32 kúlur eða litla drumba.  Bræðið súkkulaðið yfir… Halda áfram að lesa Pistasíumarsipankonfekt