Við systur settumst niður og renndum yfir jólauppskriftirnar okkar í dag. Það er af nógu að taka en ennþá vantar nokkrar lykiluppskriftir frá barnæsku – eins og lagtertu og strassborgara! Væri gaman að bæta úr því fljótlega 😊
Eru einhverjar uppskriftir sem ykkur finnst vanta? Ekki hika við að óska eftir uppskriftum og við gerum það sem við getum til að verða við óskum – tala ekki um ef það eru gamlar og klassískar uppskriftir sem vantar!

Hérna eru nokkrar uppskriftir sem eru kannski ekki klassískar jólauppskriftir en dásamlega góðar samt sem áður.
Mjúkseigar hafrasmákökur með súkkulaðibitum