Jól · Kökur · Smákökur

Mjúkseigar hafrasmákökur með súkkulaðibitum

Mjúkseigar hafrasmákökur með súkkulaðibitum

Ég labbaði, ásamt elsta syni mínum, framhjá Subway í Uppsala í gær og smákökulyktin sem barst út frá staðnum var alveg að fara með mig. Það var því ekki um neitt annað að ræða en að skella í smákökur þegar ég kom heim. Mér áskotnaðist fyrir einhverju síðan bókin „Sally’s Cookie Addiction“ og er þegar búin að prófa nokkrar uppskriftir úr henni, þ.á.m. einhverja albestu súkkulaðismákökuuppskrift sem ég hef smakkað svo mér fannst tilvalið að prófa hafrasmákökuuppskriftina hennar núna. Það tók heimilisfólkið (og nokkra gesti barnanna) ekki mjög langan tíma að ryksuga upp þessar kökur enda alveg meiriháttar góðar svo ég tel mér alveg óhætt að mæla með þessari uppskrift 🙂

Mjúkseigar hafrasmákökur með súkkulaðibitum

180 gr hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
240 gr smjör, mjúkt
225 gr púðursykur
100 gr sykur
2 egg, stór
2 tsk vanilludropar
270 gr hafrar
300 gr súkkulaðibitar

Blandið saman hveiti, matarsóda och salti í skál. Setjið til hliðar.

Hrærið saman smjör och sykur í hrærivél í ca. 2 – 3 mínútur. Bætið við eggjunum, einu í einu og hrærið vel á milli þar til allt er vel blandað.

Bætið þurrefnunum við smjörblönduna og hrærið á lágum hraða þar til allt er blandað. Bætið höfrunum og súkkulaðinu saman við og hrærið þar til allt er vel blandað. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið í kæli í minnst 45 mínútur. Ef deigið er kælt í meira en 3 klst þarf að leyfa því að standa í 30 mín í stofuhita áður en það er formað í kökur.

Hitið ofninn í 180°c. Formið deigið í ca. 22 kúlur og setjið á ofnplötur. Passið að setja ekki of nálægt hvor annarri. Bakið í 14 – 15 mínútur, þar til kökurnar eru orðnar aðeins brúnar á köntunum. Leyfið að kólna í nokkrar mínútur áður en þið takið af ofnplötunni.

Njótið 🙂

2 athugasemdir á “Mjúkseigar hafrasmákökur með súkkulaðibitum

  1. Ertu til í að gefa uppskrift af „þessum þ.á.m. einhverja albestu súkkulaðismákökuuppskrift sem ég hef smakkað svo mér fannst tilvalið að prófa „

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s