Við systur settumst niður og renndum yfir jólauppskriftirnar okkar í dag. Það er af nógu að taka en ennþá vantar nokkrar lykiluppskriftir frá barnæsku - eins og lagtertu og strassborgara! Væri gaman að bæta úr því fljótlega 😊 Eru einhverjar uppskriftir sem ykkur finnst vanta? Ekki hika við að óska eftir uppskriftum og við gerum… Halda áfram að lesa Undirbúningur hafinn fyrir jólin
Tag: hafrakökur
Mjúkseigar hafrasmákökur með súkkulaðibitum
Ég labbaði, ásamt elsta syni mínum, framhjá Subway í Uppsala í gær og smákökulyktin sem barst út frá staðnum var alveg að fara með mig. Það var því ekki um neitt annað að ræða en að skella í smákökur þegar ég kom heim. Mér áskotnaðist fyrir einhverju síðan bókin "Sally's Cookie Addiction" og er þegar… Halda áfram að lesa Mjúkseigar hafrasmákökur með súkkulaðibitum
Hafrakökur með smjörkremi
Ég er búin að vera ein heima um helgina með börnunum og fannst tilvalið að nota tímann (að hluta að minnsta kosti…) til að prófa eitthvað nýtt í bakstursdeildinni. Fyrir valinu urðu (m.a.) þessar seigmjúku hafrasmákökur með smjörkremi sem ég hef oft séð á vafri mínu um veraldarvefinn. Börnin urðu gjörsamlega sjúk í þær (kannski… Halda áfram að lesa Hafrakökur með smjörkremi
Mjúkar hafrakökur með glassúr
Þegar við fluttum á Sauðárkrók ákvað ég strax að taka þátt í áhugamannaleikhúsinu sem er hér. Það leið ekki á löngu þar til boðað var til æfinga og núna erum við að sýna Emil í kattholti. Það hefur verið uppselt á 5 sýningar af 8 og telst það vera nokkuð gott og hefur að mér… Halda áfram að lesa Mjúkar hafrakökur með glassúr
Stökkar hafraflögur
Græðgin grípur mann stundum og þá er aldrei að vita hvað verður til í eldhúsinu. Fyrir jól fékk ég litla smákökuuppskriftabók með hemabakat blaðinu mínu, í henni fann ég uppskrift að stökkum hafraflögum sem heita á frummálinu knäckiga havreflarn. Þessar smákökur eru meira eins og konfekt heldur en kökur en þær vöktu mikla lukku. Mér… Halda áfram að lesa Stökkar hafraflögur
Púðursykurshafrakökur
Ég verð aðeins að dásama þennan fallega kökudisk 🙂 Ég fór í sumar með Sirrý (sú sem gaf mér bestu rabarbara böku í geyminum) í Iittala outlet hérna á Skáni. Við litla fjölskyldan eigum ekki bíl, og því greip ég tækifærið og betlaði að við kíktum í þetta outlett, þegar þau komu í heimsókn á… Halda áfram að lesa Púðursykurshafrakökur
Hafrasnittur
Vorið lætur svo sannarlega bíða eftir sér í Stokkhólmi, garðurinn er allur fullur af snjó og ég er farin að halda að við höfum verið göbbuð til að flytja til Narníu en ekki til Skandinavíu! Hvers eiga aumingja Íslendingarnir að gjalda sem eru búnir að bíða spenntir eftir því allan ískaldan veturinn að geta farið… Halda áfram að lesa Hafrasnittur