Þegar við fluttum á Sauðárkrók ákvað ég strax að taka þátt í áhugamannaleikhúsinu sem er hér. Það leið ekki á löngu þar til boðað var til æfinga og núna erum við að sýna Emil í kattholti. Það hefur verið uppselt á 5 sýningar af 8 og telst það vera nokkuð gott og hefur að mér skilst ekki gerst áður á barnaleikriti. Ég get ekki verið þekkt fyrir það að mæta ekki með bakkelsi á sýningu þannig að ég “sletti í form” og fór með þessar dúnmjúku hafra kökur til að sykra upp meðleikara mína 🙂 Óþarfi kannski frá því að segja, en þær runnu hratt og vel niður með kaffinu 🙂
Mjúkar hafrakökur með glassúr
1 bolli hafrar
1 bolli hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk matarsódi
1/4 kosher salt
1/2 tsk kanill
1/4 tsk múskat
115 gr smjör
1/2 bolli púðursykur
1/4 bolli sykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
Glassúr
1 1/2 dl flórsykur
2 msk mjólk
1/2 tsk vanilludropar
Stillið ofninn á 175°
Setjið hafrana í matvinsluvél og duftið. Mælið saman í skál, hafra, hveiti, lyftiduft, matarsóda, salt, kanil og múskat. Setjið til hliðar. Þeytið saman smjörið og sykurinn þar til það er létt og ljóst. Hrærið eggi og vanilludropum saman við smjörið og að lokum þurrefnunum og hrærið eins lítið og þið komist upp með.
Mótið kúlur úr ca matskeið af degi og raðið á bökunnarpappír með að minsta kosti 5 cm bil á mill. Bakið í 10 min, kökurnr verða létt gyylltar. Takið út og kælið.
Hrærið saman innihaldsefnunum í glassúrinn og passið að hafa hann ekki of þykkan. Dýfið kökunum létt ofaní glassúrinn og leggið á bökurnarpappírinn aftur. Ef glassúrinn er of þykkur þá hilur hann kökuna alveg, fallegra er ef hann skorufyllir ekki kökurnar 😉 Leifið glassúrnum að storkna aðeins.
Ein athugasemd á “Mjúkar hafrakökur með glassúr”