Annað · Einfalt

Marengsdraugar

Hér gefur að líta litla sæta drauga. Hver vill ekki hafa nokkra svona krúttmola með sér í Halloween partíið 😉 

Í þessari uppskrift er cream of tartar og er það í fyrsta skipti sem ég nota það. Ég hef séð það svo oft nefnt í amerískum uppskriftum að þegar ég sá það í verslun í Svíþjóð stóðst ég ekki mátið og varð að kaupa það til að prufa. Cream of tartar er notað til að auka stöðugleika eggjahvítanna og auka hitaþol þeirra. Ég verð nú að viðurkenna að ég varð ekki vör við neinn mun og ef þið eigið það ekki til þá er ekkert mál að sleppa því. 🙂 

Marengsdraugar 

4 eggjahvítur (við stofuhita) 
1/2 tsk cream of tartar 
200 gr flórsykur 
1/2 tsk vanilludropar 

Kveikið á ofninum á 100°c 

Þeytið eggjavíturnar létt eða þar til þær eru farnar að freyða, setjið þá cream of tartar útí og þeytið þar til eggin eru farin að létt stífna. Bætið flórsykrinum í, 1 msk í einu og þeytið á milli þar til eggin eru orðin stífþeytt að lokum er vanilludropunum þeytt saman við. Setjið í sprautupoka  sem er með víðum kringlóttum stút (t.d wilton nr. 12) 

Sprautið marengs á bökunarpappír, hægt er að hafa draugana nokkuð þétta þar sem marengs þenst ekki mikið út við bakstur. Hægt er að nota kökuskraut sem augu, einnig er hægt að kaupa sykuraugu og setja þau, ámálað andlit með bræddu súkkulaði eða teikna þau með köku penna. Bakið í klukkutíma og korter, ef draugarnir eru minni þarf styttri tíma og eins ef þeir eru stærri þarf lengri. Þegar tíminn er liðinn er ágætt að koma aðeins við einn draugog athuga hvort hann sé ekki kominn með harða skel. Lokið ofninum aftur og leyfið draugunum að hinkra í ofninum í ca 8 tíma (ágætt getur verið að geyma þá í ofninum yfir nótt). 

Ein athugasemd á “Marengsdraugar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s