Konfekt

Stökkar hafraflögur

IMG_4122

Græðgin grípur mann stundum og þá er aldrei að vita hvað verður til í eldhúsinu. Fyrir jól fékk ég litla smákökuuppskriftabók með hemabakat blaðinu mínu, í henni fann ég uppskrift að stökkum hafraflögum sem heita á frummálinu knäckiga havreflarn. Þessar smákökur eru meira eins og konfekt heldur en kökur en þær vöktu mikla lukku. Mér tókst að skemma helminginn af uppskriftinni með því að taka þær of snemma út úr ofninum þannig að passið ykkur að gefa þeim nægan tíma.

Stökkar hafraflögur

75 gr smjör
1 dl sykur
1/2 tsk lyftiduft
1 dl hveiti
1 dl hafrar
2 msk rjómi
2 msk síróp

ca 50 gr súkkulaði til að skreyta með

IMG_4090

Aðferð
Stillið ofninn á 175°c.

Bræðið smjörið í potti og hrærið öllum innihaldsefnunum saman við.

Setjið degið á bökunnarpappír með teskeið, passið að hafa langt á milli þar sem deigið rennur út.

Bakið í 7-10 min.

Látið kökurnar kólna. Á meðan kökurnar kólna er sniðugt að leggja nokkrar kökur á kökukefli til að þær verði smá bognar.

Bræðið súkkulaðið og dífið köntunum í súkkulaðið.

IMG_4103

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s