Eftirréttir · Kökur

Rice Krispies Cake with Bananas, Whipped Cream and Caramel.

Rice Krispies Cake with Bananas and Whipped Cream

**Ég set þessa uppskrift inn á ensku, ástæðuna fáið þið neðst í póstinum, eftir bloggfærsluna.

Rice Krispies Cake with Bananas, Whipped Cream and Caramel.

Cake
100 gr butter
100 gr dark chocolate
100 gr mars chocolate bars
4 tablesp. light syrup
5 cups/12,5 dl Rice Krispies

Melt the butter on low heat in a pan, chop up all the chocolate and mars bars and stir it into the butter and let it melt. Add the syrup into the butterchocolate mixture and stir to blend well. Add the rice krispies and blend well.

Put everything into a springform cake pan (approx. 23 cm in diameter) and cool for at least 30 minutes (to allow the rice krispies to set and harden)

To cover the cake
2 bananas
1 cup/250 ml heavy cream
Caramel sauce (make your own, buy in a store, anything goes here).

Slice the bananas and spread over the cake. Whip the cream and spread over the bananas. Top with a generous serving of caramel sauce.

——-
Um helgina bauð ég bekkjarfélögum mínum úr mastersnáminu í pot-luck kvöldverð eða svokallað pálínuboð þar sem allir komu með rétt frá sínu heimalandi. Það er skemmst frá því að segja að þetta var alveg ótrúlega vel lukkað kvöld. Allir höfðu lagt gríðarlegan metnað í að koma með dæmigerðan rétt frá sínu heimalandi en þarna mátti m.a. finna rétti frá Rússlandi, Króatíu, Rúmeníu, Búlgaríu, Georgíu, Tyrklandi, Indlandi og fleiri löndum. Maturinn var svo frábærlega góður að það var engu lagi líkt. Ég  nýt þess svo núna að eiga afganga af öllu þessu góðgæti og leiðist það svo sannarlega ekki 🙂

Mitt framlag til kvöldsins voru tvær íslenskar tertur, en þeir sem hafa búið í útlöndum vita það kannski að Íslendingar leggja gríðarlegan metnað í rjómaterturnar sínar. Ég ákvað að koma með bæði týpíska marengstertu og rice krispies köku sem uppskrift er gefin að hjá Evu Laufey Kjaran. Það er skemmst frá því að segja kökurnar þóttu einstaklega ljúffengar og ég var margbeðin um uppskriftirnar og ákvað því að skella þeim hingað inn á ensku 🙂

5 athugasemdir á “Rice Krispies Cake with Bananas, Whipped Cream and Caramel.

  1. Kannast einmitt við þetta! Ég hef tvisvar mætt með rice crispies kökur, þessa og svo vinsæla döðlu-rice crispie konfektið með súkkulaði ofan á og bekkjarfélagar mínir frá hinum ýmsu löndum voru yfir sig hrifin af þessu 🙂

    1. Þetta er ótrúlega fyndið, ég held að Íslendingar leggi fáránlegan metnað í svona hluti miðað við margar aðrar þjóðir 😀

  2. nákvæmlega! Það var jólapartý og allir áttu að koma með eitthvað. Allir komu með eitthvað aðkeypt (mandarínur, kex osfv) og þau voru öll í sjokki bæði yfir að ég hefði actually lagt vinnu í að útbúa eitthvað og svo hvað þetta var svakalega gott 😉

  3. Þessi uppskrift heitir afmælisgóðgæti og er úr nóa síríus bæklingi upphaflega. Stendur alltaf fyrir sínu!:)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s