Brauð og bollur

Rúgbrauðið hans pabba

IMG_9812_2

Það væri ofsögum sagt að hann pabbi okkar baki oft og mikið. Hann á það nú samt til að skella á sig svuntunni og snara fram ljúfmeti og þar á meðal er þetta stórkostlega góða rúgbrauð sem er í miklu uppáháldi hjá öllum sem það hafa smakkað. Frábært að skella því í ofninn yfir nótt, setja svo megnið í frysti og eiga nóg rúgbrauð með hrísgrjónagrautnum (eins og við viljum helst borða það) eða eitt og sér eða með hverju sem er næstu mánuðina! Og svo gæti uppskriftin ekki verið einfaldari, alger barnaleikur að hræra í brauðið og skella í ofninn 😀 Eina sem þarf að passa er að skálin sem þið hrærið í sé nógu stór, þetta er mikið af deigi 😉

Rúgbrauð

Rúgbrauðið hans pabba

Hráefni
1.6 kg rúgmjöl
200 grömm heilhveiti
300 grömm hveiti
700 grömm púðursykur
11-12 teskeiðar þurrger
2 lítrar nýmjólk.
1/2 – 1 msk salt

Aðferð
Allt þurrefni hrært saman í stórri skál (mjög stórri!) áður en mjólkin er sett út í. Steikarpottur smurður með smjöri, og deiginu hellt út í. Lokið sett á og bakað við 100 c. í 12 – 13 klst, sennilega þó nær 13 klst.

2 athugasemdir á “Rúgbrauðið hans pabba

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s