Hver á ekki minningu um ömmusnúða úr bernsku. Harðir að utan en mjúkir að innan, nýbakaðir, volgir og dásamlegir. Þessir eru tilvaldir til að taka með í útileguna núna í sumar. Ömmusnúðar 500 gr hveiti 200gr sykur 250gr smjörlíki 1/8 tsk lyftiduft 1/8 tsk hjartasalt 3 egg Kanilsykur 7 msk sykur 1 msk kanill Hnoðið saman öllum hráefnum, setjið degið í… Halda áfram að lesa Ömmusnúðar
Tag: íslenskt
Peruterta
Peruterta er auðvitað klassíker á íslenskum kökuborðum en þessa bakaði ég síðasta sumar fyrir Simma vin minn þegar hann átti afmæli! Hægt er að nota hvaða svampbotn sem er í raun en ég er voða hrifin af botninum í Silvíuköku Peruterta Svampbotn 3 egg 3 dl sykur 1.5 dl vatn 3 dl hveiti 3 tsk lyftiduft Sykur og egg þeytt… Halda áfram að lesa Peruterta
Íslenskar Pönnukökur
Góð vinkona mín og börnin hennar komu í heimsókn til okkar í nokkra daga 🙂 Þegar var komið að því að halda heim á leið fannst mér kjörið að skella í pönnukökur svo þau færu héðan södd og sæl. Pönnukökur eru jú alltaf vinsælar hjá ungum sem öldnum og ófáar runnu ljúft niður hjá tveggja ára vinkonum :)… Halda áfram að lesa Íslenskar Pönnukökur
Skonsur
Þegar við keyrðum norður á Sauðarkrók í sumar komum við við hjá Dísu frænku sem býr í Borgarfirði. Hún bauð upp á skyr og skonur og herregud hvað það var gott. Ég er búin að fá craving í þetta reglulega síðan og þvílík gæfa að það er hægt að fá hreint skyr hér í Svíþjóð.… Halda áfram að lesa Skonsur
Kleinurnar hennar Ingu
Þegar við fluttum á Sauðárkrók árið 1986 fluttum við inn í tvíbýlishús á Skagfirðingabraut þar sem fyrir bjuggu eldri hjón, Inga og Guttormur heitin. Einhvern vegin upplifði maður það að dyr þeirra stæðu manni alltaf opnar, enda einstaklega elskulegt fólk, og oftar en ekki var Inga að bardúsa í eldhúsinu og leyfði manni þá að… Halda áfram að lesa Kleinurnar hennar Ingu
Rúgbrauðið hans pabba
Það væri ofsögum sagt að hann pabbi okkar baki oft og mikið. Hann á það nú samt til að skella á sig svuntunni og snara fram ljúfmeti og þar á meðal er þetta stórkostlega góða rúgbrauð sem er í miklu uppáháldi hjá öllum sem það hafa smakkað. Frábært að skella því í ofninn yfir nótt,… Halda áfram að lesa Rúgbrauðið hans pabba
Vöfflurnar hennar mömmu
Þegar ég fékk vöfflujárn gefins fyrir löngu síðan var ég stundum að brasa við að nota vöfflumix úr pakka sem einhvern vegin misheppnuðist alltaf, vöfflurnar voru aldrei nógu góðar, festust við járnið og ég var óánægð með þær. Fékk að lokum mömmu uppskrift og hef haldið mig við hana síðan enda hefur hún aldrei… Halda áfram að lesa Vöfflurnar hennar mömmu