Brauð og bollur

Íslenskar Pönnukökur

Góð vinkona mín og börnin hennar komu í heimsókn til okkar í nokkra daga 🙂 Þegar var komið að því að halda heim á leið fannst mér kjörið að skella í pönnukökur svo þau færu héðan södd og sæl. Pönnukökur eru jú alltaf vinsælar hjá ungum sem öldnum og ófáar runnu ljúft niður hjá tveggja ára vinkonum 🙂

Ég gerði tvöfalda uppskrift þar sem ég geri alltaf ráð fyrir að slatti af pönnukökunum fari til spillis þegar verið er að steikja þær (ég er ekkert frábær í pönnsusteikingum…).

photo 1

Pönnukökur
250g hveiti
1/2 tsk kardimommur
1/2 tsk matarsódi
2 msk sykur
1/2 tsk salt
8 dl mjólk
70g smjörlíki
2 egg

Allt þurrefni sett í skál (sigtað). Helmingurinn af mjólkinni hrært saman við og hræra þar til kekkjalaust. Næst eru eggin sett saman við og síðan smjörlíkið (sem brætt var á pönnu og farið að rjúka). Mjólkin er sett út í  og deigið þynnt. Deigið má ekki vera of þunnt því þá festist það við pönnuna.

Klassískt er auðvitað að strá sykri yfir pönnukökurnar og rúlla þeim upp, mér finnst hinsvegar best að setja rabbarbarasultu og rjóma inní pönnukökurnar og brjóta þær saman.
photo 2

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s