Góð vinkona mín og börnin hennar komu í heimsókn til okkar í nokkra daga 🙂 Þegar var komið að því að halda heim á leið fannst mér kjörið að skella í pönnukökur svo þau færu héðan södd og sæl. Pönnukökur eru jú alltaf vinsælar hjá ungum sem öldnum og ófáar runnu ljúft niður hjá tveggja ára vinkonum :)… Halda áfram að lesa Íslenskar Pönnukökur
Tag: heimagert
Plokkfiskur
Ég fékk oft plokkfisk hjá frænku minni þegar ég var lítil. Plokkfiskur var ekki matur sem var eldaður á mínu heimili fyrr en ég nöldraði líftóruna úr mömmu, hún lét til leiðast og gerði hún hann eftir einhverri grunnuppskrift geri ég ráð fyrir. Ég varð alveg viti mínu fjær af fílu yfir því að hún… Halda áfram að lesa Plokkfiskur
Saltlakkrís ís
Það er náttúrulega bara kjánalegt hvernig ég er að opinbera mig á þessu bloggi sem saltlakkrís sjúka! Ég ELSKA saltan lakkrís, ekki sætan lakkrís. Sætur lakkrís er bara sóun á góðu hráefni finnst mér 🙂 Ég fíla það í ræmur að geta gert mitt eigið bakkelsi núna með lakkrísbragði. Þessi ís er mín eigin uppfinning,… Halda áfram að lesa Saltlakkrís ís
Pizzabotn
Þegar maður er búinn að finna uppskrift að heimalagaðri pizzu sem virkar fyrir mann þá sleppir maður ekki af henni hendinni svo glatt. Heimabökuð pizza er dásamlega góður matur, frábær leið til að elda saman og það besta er að allir geta fengið eitthvað við sitt hæfi. Þessa uppskrift er að finna í Bonniers kokbok. Pizzabotn… Halda áfram að lesa Pizzabotn