Aðalréttir · Fiskréttir

Plokkfiskur

Ég fékk oft plokkfisk hjá frænku minni þegar ég var lítil. Plokkfiskur var ekki matur sem var eldaður á mínu heimili fyrr en ég nöldraði líftóruna úr mömmu, hún lét til leiðast og gerði hún hann eftir einhverri grunnuppskrift geri ég ráð fyrir. Ég varð alveg viti mínu fjær af fílu yfir því að hún skyldi lauk í plokkfiskinn. Frænka hafið semsagt alltaf sleppt lauknum! Það er skemmst frá því að segja að mamma eldaði ekki plokkfisk aftur.

Núna á ég 8 ára dóttir sem vill alls ekki lauk í matinn sinn, og þar af leiðandi brá ég á það ráð að mauka bara laukinn og steikja hann þannig, engir lauk bitar þannig 😉 Við vitum að hún hefur ekkert á móti laukbragðinu þar sem hún borðar sænskar kjötbollur eins og enginn sé morgundagurinn og það er nú ekki lítið laukbragð af þeim 🙂

(Því miður er hleðslutækið fyrir myndavélina mína er týnt og því fylgir bara símamynd af matnum)

 

Plokkfiskur
fyrir 2-3

350 g fiskur (t.d. ýsa eða þorskur), soðinn eða bakaður
350 g kartöflur
½ laukur
salt
1½ msk smjör
2 msk hveiti
250 ml mjólk
(hvítur) pipar

Setjið kartöflur í pott og sjóðið þar til þær eru tilbúnar. Á sama tíma og kartöflurnar eru settar yfir er vatn og salt sett í pott fyrir fiskinn. Þegar suðan kemur upp er fiskurinn settur útí vatnið og þegar suðan kemur upp aftur er potturinn tekinn af heitri hellunni og látinn bíða með lokið á pottinum þar til kartöflurnar eru tilbúnar.

Skrælið kartöflurnar og brytjið þær niður, takið fiskinn úr vatninu og bútið hann einnig svolítið niður, setjið í skál og til hliðar. Skerið niður laukinn og létt steikið hann í smjörinu, stráið hveitinu yfir laukinn og hrærið. Bætið mjólkinn við smásaman og hrærið vel á milli, passið að ná hveitikekkjunum úr. Hrærið fisknum og kartöflum saman við sósuna, ef hún er mjög þykk er ráð að setja svolítið meiri mjólk. Kryddið með hvítum pipar eftir smekk.

Berið fram með rúgbrauði 🙂

photo 1

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s