Eftirréttir

Saltlakkrís ís

IMG_7073

Það er náttúrulega bara kjánalegt hvernig ég er að opinbera mig á þessu bloggi sem saltlakkrís sjúka! Ég ELSKA saltan lakkrís, ekki sætan lakkrís. Sætur lakkrís er bara sóun á góðu hráefni finnst mér 🙂 Ég fíla það í ræmur að geta gert mitt eigið bakkelsi núna með lakkrísbragði. Þessi ís er mín eigin uppfinning, ís uppskriftin er upphaflega frá mömmu og sírópið fann ég fyrir svolitlu síðan á netinu þegar ég var að leita að uppskriftum að einhverju lakkrístengdu. Þetta tvennt saman er þvílíkt dúndur 😉 Ekki skemmir fyrir að ég get notað laktósafrían rjóma og þá má elsta stelpan mín borða ísinn með okkur.

IMG_7064

Saltlakkrís ís

Saltlakkrís ís

6 stk eggjarauður
½ bolli dökkur púðursykur
1½ tsk lakkrísduft
½ l rjómi
saltlakkríssíróp að vild

Eggjarauður og sykur þeytt vel saman. Lakkrísdufti hrært saman við. Rjómi þeyttur og hrærður saman við eggjablönduna þar til allt er vel blandað saman. Hellið í brauðform eða form að eigin vali og frystið. Gott er að taka ísinn út á 30-40 min fresti og hræra upp í honum ca x 3 sinnum. Þetta er gert til að ísinn verði mjúkur. Þegar hrært er upp í ísnum í síðastaskiptið er helmingurinn af ísnum tekinn uppúr forminu, saltlakkríssírópi dreift ofan á ísinn. Restin af ísnum sett ofan á aftur, einnig er tilvalið að setja svolítið af sírópinu ofan á ísinn líka.

IMG_7071

4 athugasemdir á “Saltlakkrís ís

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s