Brauð og bollur · Gerbakstur

Gulrótarbollur

Gulrótarbollur
Í kvöld ætla ég og strákarnir mínir að fara í ferjusiglingu í fyrsta skipti. Ég reyndar fór eina norrænuferð árið 1991 (sem var bara fyrir 3 árum, er það ekki?) en annars höfum við aldrei nýtt okkur allar þessar ódýru og skemmtilegu siglingar sem hægt er að fara í frá Stokkhólmi, þrátt fyrir að ferjuhöfnin sé nánast við innkeyrsluna hjá okkur. Ferðinni er í þetta skiptið ekki heitið neitt heldur ætlum við bara að fara í sólarhrings „cruise“ með sænskri vinkonu og börnunum hennar. Þetta verður örugglega gaman en ég er eitthvað smá stressuð líka, svona til að vera alveg hreinskilin. Ætli ég sé ein um að vera örlítið „sjóhrædd“?

Hvað um það, uppskrift dagsins er uppskrift að gulrótarbollum. Ég er farin að baka bollur næstum allar helgar. Eiginlega næstum því miður, fjölskyldumeðlimirnir eru orðnir fullvanir þessum lúxus og finnst morgunmatur heimilisins frekar glataður ef ég er ekki búin að græja nýbakaðar bollur – það kannski borgar sig ekki að vera að bjóða upp á svona lúxus of oft 😉

Ég nota vanalega til skiptis þær uppskriftir sem ég hef gefið hér á blogginu en ákvað að prófa nýja svona til tilbreytingar og fann þessa uppskrift í hembakat. Fannst hún mjög góð og mun örugglega nota hana aftur.

Gulrótarbollur


U.þ.b. 16 bollur

50 gr. ger/5 tsk þurrger
5 dl vatn, volgt
2 msk olía
2 tsk salt
1 – 2 gulrætur
3 dl rúgmjöl
9 dl hveiti

Egg og sesamfræ

Aðferð
Afhýðið og rífið gulræturnar fínt. Leysið gerið upp í vatninu (þurrgeri má blanda beint út í hveiti). Bætið olíu, salti og gulrótum út í vökvann. Blandið saman hveitinu í skál, bætið vökvanum út í og hnoðið vel í nokkrar mínútur. Látið hefa sig undir viskastykki í 30 – 60 mín.

Búið til ca. 16 bollur úr deiginu og setjið á ofnskúffu. Látið hefa sig aftur í ca. 30 mínútur. Stillið ofninn á 250 gr. Penslið bollurnar með eggi og stráið sesamfræjum yfir, ef vill.

Bakið brauðin í miðjum ofni í 10 – 13 mínútur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s