Brauð og bollur

Skonsur

Skonsur
Þegar við keyrðum norður á Sauðarkrók í sumar komum við við hjá Dísu frænku sem býr í Borgarfirði. Hún bauð upp á skyr og skonur og herregud hvað það var gott. Ég er búin að fá craving í þetta reglulega síðan og þvílík gæfa að það er hægt að fá hreint skyr hér í Svíþjóð. Þá er nefnilega ekkert eftir nema að skella í skonsur og þær eru auðvitað u.þ.b. það auðbakaðasta sem til er 🙂

Uppskriftina fékk ég hjá Dísu frænku – ég hef aldrei prófað neina aðra uppskrift en ég get alveg fullvissað ykkur um að þær eru mjög góðar 🙂  Mér lá allavega svo á að byrja borða þær í síðustu viku að ég mátti ekkert vera að því að taka fleiri myndir en þá sem þið fáið hér að ofan!

Skonsur

 

Skonsur


U.þ.b. 6 skonsur

2 bollar hveiti
1/4 bolli sykur
2 egg
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1,5 – 2 bollar mjólk.

Öllu hrært saman og steikt við miðlungshita á pönnu (mér finnst best að nota teflon, sumir nota kannski pönnukökupönnu).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s