Kökur

Smákökukaka

Smákökukaka

Ok, ég veit að ljósmyndahæfileikar mínir hafa oft skinið aðeins skærar en hérna en þessi kaka var í alvöru ótrúlega góð. Nafnið ‘smákökukaka’ er réttnefni því að þetta er eiginlega bara risastór smákaka, svona eins og risa subway-smákaka sem er borðuð eins og terta, t.d. með ís. Og súperfljótleg (sérstaklega ef maður býr ekki í Svíþjóð þar sem ekki er hægt að kaupa súkkulaði í litlum bitum – meira ruglið). Væri skemmtilegt að setja í hana smartís fyrir barnaafmæli eða bara blanda saman mismunandi súkkulaðibitum til að poppa hana upp.

Smákökukaka

 

Smákökukaka

300 gr hveiti
¾ tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
½ tsk salt
170 gr smjör, bráðið
220 gr ljós púðursykur
1 egg + 1 eggjarauða
1 tsk vanilludropar
1 bolli súkkulaði í bitum

Hitið ofninn í 160°c. Smyrjið lausbotnaform vel.

Blandið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti í skál og setjið til hliðar.

Þeytið saman í hrærivél smjörið og sykurinn. Hrærið saman við eggin og vanilluna þar til vel blandað. Setjið þurrefnin út í og hrærið á lágum hraða þar til allt er blandað saman (ekki blanda of mikið). Blandið súkkulaðibitunum útí með sleikju.

Setjið deigið í formið og notið fingurna til að pressa deigið þannig að það verði jafnt í forminu. Bakið í 20 – 25 mínútur eða þar til kakan er gullinbrún og hún er farin að brúnast aðeins á jaðrinum. Berið fram heita eða kalda, kakan er t.d. alveg sérlega góð volg með ís 🙂

2 athugasemdir á “Smákökukaka

  1. Thessi kaka er dasamlega god. Takk innilega fyrir uppskriftina og frabaert blogg. Kakan minnir mjog a Subway smakokurnar, en er enn betri. Kaupi thaer aldrei aftur heldur baka thessa dasemd sem var enga stund ad utbua!! Naest aetla eg ad baeta vid valhnetum, passar mjog vel byst eg vid.

    1. Frábært að heyra – mér fannst hún nefnilega líka ótrúlega góð. Væri örugglega mjööög gott að setja hnetur með, pekanhnetur eru í sérlegu uppáháldi hjá mér þannig að ég myndi örugglega lauma þeim í deigið 😀

      Kv.
      Stína

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s