Eftirréttir · Kökur

Lakkrískladdkaka

Lakkrís þemað heldur áfram 🙂 Þrátt fyrir að Svíar elski kladdkökurnar sínar bakaði ég samt aldrei kladdköku þegar við bjuggum í Svíþjóð. Það var ekki seinna vænna að prufa þennan þjóðarrétt og vorum við ekki svikin, hún er SÚPER fljótleg og gott lakkrís bragð af henni.

10616403_10152270043737231_6067312487000216753_n

Lakkrískladdkaka

Lakkrískladdkaka
150 gr smjör
3 msk lakkrísduft
3 egg
3 dl sykur
2 msk síróp
2 dl hveiti
3 msk kakó

Kveikið á ofninum á 175°, bræðið smjörið og leggið til hliðar.
Hrærið vel saman lakkrísdufti, eggjum, sykri, sírópi, hveiti og kakó. Hrærið smjörið saman við degið. Hellið deginu í smurt form og bakið í 20-25 mín neðarlega í ofninum.

Skreytið með því að sáldra flórsykri yfir. Við borðuðum kökuna með vanilluís en það er örugglega líka mjög gott að borða hana með hindberjum.

IMG_7004

 

 

 

2 athugasemdir á “Lakkrískladdkaka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s