Lakkrís þemað heldur áfram 🙂 Þrátt fyrir að Svíar elski kladdkökurnar sínar bakaði ég samt aldrei kladdköku þegar við bjuggum í Svíþjóð. Það var ekki seinna vænna að prufa þennan þjóðarrétt og vorum við ekki svikin, hún er SÚPER fljótleg og gott lakkrís bragð af henni.
Lakkrískladdkaka
Lakkrískladdkaka
150 gr smjör
3 msk lakkrísduft
3 egg
3 dl sykur
2 msk síróp
2 dl hveiti
3 msk kakó
Kveikið á ofninum á 175°, bræðið smjörið og leggið til hliðar.
Hrærið vel saman lakkrísdufti, eggjum, sykri, sírópi, hveiti og kakó. Hrærið smjörið saman við degið. Hellið deginu í smurt form og bakið í 20-25 mín neðarlega í ofninum.
Skreytið með því að sáldra flórsykri yfir. Við borðuðum kökuna með vanilluís en það er örugglega líka mjög gott að borða hana með hindberjum.
hvar fæst lakkrísduft
Það fæst í epal 🙂