Aðalréttir

Haustgrýta með kantarellusveppum

Haustgrýta með kantarellusveppum

 

Þegar sígur á seinnihluta sumarsins í Svíþjóð þá fyllist allt af kantarellusveppum. Þeir eru bókstaflega út um allt (í búðum aðallega hvað mig varðar, ég hef ekki enn prófað að fara og týna sjálf…). Við höfum ekki verið dugleg að nota þá hinsvegar þegar þeir eru „in season“ – sennilega aðallega vegna kunnáttuleysis, ég hef ekki lagt mig nógu mikið fram um að finna uppskriftir þegar þeir fást.

Ég fann samt þessa uppskrift um helgina og leyst vel á. Binni eldaði og sagði við mig þegar hann var búinn að elda: „þetta bragðast eins og Svíþjóð!“. Og ég er eiginlega bara alveg sammála honum, það er alveg einstaklega sænskt bragð af honum. Og gott var þetta – herregud! Sósan var ótrúlega góð – við bárum þetta fram með brauði og sem betur fer, þá var hægt að nota það til að moka sósunni upp í sig, annars hefði ég sennilega náð í skeiðar fyrir okkur! Þetta var alger hittari hjá allri fjölskyldunni 🙂

Tvær athugasemdir samt, ég myndi fara varlega í saltið og fondinn – hann hefði ekki mátt vera mikið saltari hja okkur og hinsvegar var þetta afskaplega mikið kjöt fyrir okkur, dugar í tvær máltíðir (en við erum reyndar ekki mjög miklar kjötætur). Og jú – ef þið finnið ekki kantarellur má auðvitað skipta sveppunum út fyrir annars konar sveppi sem þið finnið 🙂

Haustgrýta með kantarellusveppum

Haustgrýta með kantarellusveppum

Smjör
1 góð lófafylli kantarellusveppir (eða aðrir sveppir, t.d. venjulegir íslenskir matarsveppir)
2 snyrtar svínalundir
5 dl matreiðslurjómi
4 msk kínversk sojasósa
2 msk fljótandi kálfa- eða nautakraftur (fljótandi fond).
2 msk lingonsulta (fæst t.d. í ikea, annars má nota aðra sultu)
Maízenamjöl
Salt og pipar

Sneiðið sveppina í hæfilega stóra bita. Bræðið 1 – 2 msk smjör á pönnu og steikið sveppina þannig að vökvin gufi upp. Á meðan sveppirnir steikjast er svínalundin skorin í sneiðar og hver sneið skorin í þrjá bita. Setjið kjötið á pönnuna og steikið svo það brúnist og sé næstum steikt alveg í gegn. Bætið þá rjómanum, sojasósunni og kjötkraftinum út í og látið suðuna koma upp. Bætið sultunni út í og smakkið til, saltið og piprið eftir þörfum. Látið malla í u.þ.b. 15 mínútur.

Borið fram með ofnbökuðum kartöflum og t.d. gulrótum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s