Það gerist ekkert rosalega oft að ég baki í miðri viku, en stundum fæ ég bara tryllt kreiving og þá þýðir ekkert að ætla að kaupa sér eitthvað út úr búð því mér finnst það aldrei jafn gott og það sem kona getur bakað sjálf. Í gærkvöldi var semsagt eitt af þessum kvöldum þar sem ég bara „varð“ að baka eitthvað ofan í sjálfa mig og fyrir valinu urðu þessi eplacupcakes.
Ég ætlaði eiginlega ekkert að blogga um þetta, ég henti þessu saman á stuttum tíma og var mest að hugsa um að koma þessu nógu hratt ofan í mig en svo fannst mér þau svo góð að ég gat eiginlega ekki sleppt því að deila uppskriftinni 🙂
Eplacupcakes með púðursykurkremi
Gerir 12 kökur.
5,5 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
2 tsk kanill
1/2 tsk múskat
1 tsk salt
110 gr smjör, mjúkt
2,5 dl sykur
1,25 dl ljós púðursykur (má vera dökkur)
2 egg
1/2 tsk vanilludropar
3 epli, rifin
Ofninn hitaður í 175 gr.
Kreistið sem mest af vökva úr eplunum . Leggið til hliðar.
Blandið saman þurrefnunum og leggið til hliðar.
Þeytið saman eggjum og sykri í nokkrar mínútur, þar til vel blandað. Bætið við eggjunum einu í einu og þeytið vel á milli. Bætið eplunum út í og þeytið vel saman við. Bætið hveitiblöndunni út í og þeytið þar til vel blandað saman, ekki ofþeyta.
Setjið í muffins/cupcakesform og bakið í 20 – 22 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn upp úr kökunum. Látið kólna alveg áður en kremið er sett á.
Púðursykurkrem
220 gr. smjör, mjúkt
1,25 dl púðursykur
7,5 dl flórsykur
1/2 tsk vanilludropar
4 – 5 tsk rjómi (ég notaði mjólk og það virkaði vel).
Þeytið smjör og púðursykur þar til vel blandað saman. Bætið flórsykrinum út í og þeytið vel. Bætið vanilludropunum og megninu af rjómanum út. Þeytið vel en bætið meiri rjóma út í ef þess þarf, þ.e. til að þægilegt verði að vinna með kremið. Þeytið í nokkrar mínútur til að kremið verði mjúkt og „flöffí“.