Ég fann uppskriftina að þessari lakkrístertu í tímaritinu Hembakat síðasta sumar. Strákurinn sem bjó hana til vann e-s konar lakkrís-bökunarkeppni með þessi framlagi og mér fannst svo merkilegt að hann notaði sterkar djúpur í hana, það er ekki beint eins og hvorki djúpur né sterkar djúpur sé á hverju strái í Svíþjóð. Þær fást þó… Halda áfram að lesa Lakkrísterta með sterkum djúpum
Tag: lakkrís
Lakkrískladdkaka
Lakkrís þemað heldur áfram 🙂 Þrátt fyrir að Svíar elski kladdkökurnar sínar bakaði ég samt aldrei kladdköku þegar við bjuggum í Svíþjóð. Það var ekki seinna vænna að prufa þennan þjóðarrétt og vorum við ekki svikin, hún er SÚPER fljótleg og gott lakkrís bragð af henni.
Lakkríssíróp
Lakkríssíróp 140 gr Haribo Piratos 4 dl vatn Setjið lakkrísinn og vatnið í þykkbotna pott og hitið á meðal hita.Hrærið af og til þar til lakkrísinn er uppleystur. Leyfið sírópinu að létt sjóða þar til þið eruð ánægð með þykktina, ágætt er að hafa í huga að sírópið þykknar aðeins þegar það kólnar. Setjið sírópið… Halda áfram að lesa Lakkríssíróp
Saltlakkrís ostakaka
Ég ætla að deila með ykkur smá leyndarmáli 😉 Ég er sjúklega vanaföst, það má ekkert fikta með uppskriftir sem ég hef gert og fíla vel. Ég er sérstaklega slæm þegar kemur að einhverju sem var bakað eða eldað á einhvern ákveðinn hátt þegar ég var barn. Vegna þessa vandamáls míns þá er ég… Halda áfram að lesa Saltlakkrís ostakaka
Gjafaleikur Eldhússystra
Við systurnar eru búnar að fá margar fyrirspurnir um hvar hægt sé að nálgast lakkrísduft sem við höfum notað í uppskriftir hér, hér og hér. Okkur finnst því kjörið að gefa einhverjum heppnum lesanda bloggsins lakkrísduft og eintak af hemabakat, þar sem við erum báðar einlægir aðdáendur þessa tímarits. Það sem þú þarft að gera til… Halda áfram að lesa Gjafaleikur Eldhússystra
Súkkulaðilakkrís-cupcakes með hindberjasmjörkremi
Eitt af því fáa í eigin bakstri sem ég fæ stundum virkileg "craving" í eru kökur með kremi. Því miður (eða kannski sem betur fer?) nenni ég ekkert sérstaklega oft að standa í slíkum bakstri, sennilega af því að maður verður að láta smjörkremskökur kólna alveg áður en maður getur hafist handa við að setja… Halda áfram að lesa Súkkulaðilakkrís-cupcakes með hindberjasmjörkremi
Lakkrís-cupcakes
Þeir sem þekkja mig vita að ég er sjúk í lakkrís. Bókstaflega sjúk. Nema ekki svona dísætan lakkrís - bara saltan salmíak lakkrís. Ég er meira að segja búin að finna mér lakkrísfélaga í vinnunni en það kemur kannski ekki á óvart að hann er Finni (þeir eru einmitt þekktir (að mínu hógværa mati) fyrir… Halda áfram að lesa Lakkrís-cupcakes
Kurltoppar
Kurltoppar eru upprunnir frá Sauðárkróki (eins og við Eldhússystur), þeir unnu einhverja keppni fyrir mörgum árum og hafa farið sigurför um Ísland. Nú er svo komið að margir baka þessar kökur fyrir jólin og eru þær ómissandi á mínu heimili. Ég persónulega vil hafa þær mjúkar en ekki alveg harðar eins og þær verða stundum… Halda áfram að lesa Kurltoppar
Kladdkaka með lakkrís og hindberjum
Svíar eru alveg svakalega hrifnir af kladdkökunni sinni. Hún er til í milljón (en þó svipuðum) útgáfum og er nánast það eina sem maður fær í súkkulaðikökuformi út í búð. Mætti kannski helst lýsa kladdköku sem mitt á milli þess að vera brownie og frönsk súkkulaðikakka. Hún er semsagt tekin úr ofninum meðan hún er… Halda áfram að lesa Kladdkaka með lakkrís og hindberjum