Ég ætla að deila með ykkur smá leyndarmáli 😉 Ég er sjúklega vanaföst, það má ekkert fikta með uppskriftir sem ég hef gert og fíla vel. Ég er sérstaklega slæm þegar kemur að einhverju sem var bakað eða eldað á einhvern ákveðinn hátt þegar ég var barn. Vegna þessa vandamáls míns þá er ég ekki mikið að gera tilraunir í eldhúsinu. Ég vissi ekki hvað á mér stóð veðrið þegar ég var að búa til saltlakkríssíróp til að nota með makkarónum þegar stórfenglegri hugmynd laust niður 🙂 Ostakaka með saltlakkríssírópi í staðinn fyrir sultu og lakkrísduft í kexbotninn. Herra minn góður hvað þetta var gott! Ég elska saltlakkrís og þessi kaka var alveg að ná að uppfylla saltlakkrís þarftir mínar 🙂
Ég mæli með því að útbúa sírópið með góðum fyrirvara til að það sé alveg örugglega alveg kólnað þegar kakan er gerð.
Saltlakkrís ostakaka
Þessi uppskrift gerir 2 minni kökur eða eina stóra
150 gr Haust kex eða Digestive kex
125 gr mjúkt smjör
1-2 tsk lakkrísduft
250 ml rjómi
100 gr flórsykur
150 gr rjómaostur
Lakkríssíróp
Myljið niður kexið, blandið saman smjörinu, kexi og lakkrísdufti. Þjappið mylsnunni í botninn á springformi. Rjómaosti og flórsykri hrært saman, rjóminn þeyttur og blandað saman við rjómaostinn. Dreifið svolítið af sírópi ofan á botninn, ca helmingur af rjómablöndunni sett ofan á botninn. Setjið svolítið ( ég setti helling afþví að ég elska lakkrís) af sírópi á rjómaost blönduna með teskeið eða sprautið úr poka. Setjið restina af rjómaostinum ofaná og dreifið varlega yfir. Ég vildi ekki hræra sírópinu og rjómaostinu mikið saman til að ostakakan yrði ekki grá. Skreitið kökuna að vild með sírópinu 🙂
Takið út 1-2 tímum áður en á að borða kökuna.
Lakkríssíróp
140 gr Haribo Piratos
4 dl vatn
Setjið lakkrísinn og vatnið í þykkbotna pott og hitið á meðal hita.Hrærið af og til þar til lakkrísinn er uppleystur.
Leyfið sírópinu að létt sjóða þar til þið eruð ánægð með þykktina, ágætt er að hafa í huga að sírópið þykknar aðeins þegar það kólnar. Setjið sírópið í krukku og geymið í ísskáp.
Saltlakkrís ostakaka
Saltlakkrís ostakaka
Þessi uppskrift gerir 2 minni kökur eða eina stóra
150 gr Haust kex eða Digestive kex
125 gr mjúkt smjör
1-2 tsk lakkrísduft
250 ml rjómi
100 gr flórsykur
150 gr rjómaostur
Lakkríssíróp
Myljið niður kexið, blandið saman smjörinu, kexi og lakkrísdufti. Þjappið mylsnunni í botninn á springformi. Rjómaosti og flórsykri hrært saman, rjóminn þeyttur og blandað saman við rjómaostinn. Dreifið svolítið af sírópi ofan á botninn, ca helmingur af rjómablöndunni sett ofan á botninn. Setjið svolítið ( ég setti helling afþví að ég elska lakkrís) af sírópi á rjómaost blönduna með teskeið eða sprautið úr poka. Setjið restina af rjómaostinum ofaná og dreifið varlega yfir. Ég vildi ekki hræra sírópinu og rjómaostinu mikið saman til að ostakakan yrði ekki grá. Skreitið kökuna að vild með sírópinu 🙂
Tekið út 1-2 tímum áður en á að borða kökuna.
Lakkríssíróp
Lakkríssíróp
140 gr Haribo Piratos
4 dl vatn
Setjið lakkrísinn og vatnið í þykkbotna pott og hitið á meðal hita.Hrærið af og til þar til lakkrísinn er uppleystur. Leyfið sírópinu að létt sjóða þar til þið eruð ánægð með þykktina, ágætt er að hafa í huga að sírópið þykknar aðeins þegar það kólnar. Setjið sírópið í krukku og geymið í ísskáp.
Seturðu kökuna í ískáp eða frysti?
Hún fer í frysti 🙂