Síðustu tvö jól hef ég verið í Svíþjóð á jólunum. Ég var tíður gestur á kaffihúsinu Espresso House. Á jólunum bjóða þeir upp á svokallaðan Tomte-latte. Ég er alveg mjög döpur yfir því að geta ekki fengið mér eins og 20 stk. Tomte-latte þessi jólin, en piparkökukaffið slær ágætlega á löngunina. Piparkökusíróp 2 bollar vatn 1… Halda áfram að lesa Piparkökusíróp fyrir kaffibollann
Tag: síróp
Saltlakkrís ostakaka
Ég ætla að deila með ykkur smá leyndarmáli 😉 Ég er sjúklega vanaföst, það má ekkert fikta með uppskriftir sem ég hef gert og fíla vel. Ég er sérstaklega slæm þegar kemur að einhverju sem var bakað eða eldað á einhvern ákveðinn hátt þegar ég var barn. Vegna þessa vandamáls míns þá er ég… Halda áfram að lesa Saltlakkrís ostakaka
Stökkar hafraflögur
Græðgin grípur mann stundum og þá er aldrei að vita hvað verður til í eldhúsinu. Fyrir jól fékk ég litla smákökuuppskriftabók með hemabakat blaðinu mínu, í henni fann ég uppskrift að stökkum hafraflögum sem heita á frummálinu knäckiga havreflarn. Þessar smákökur eru meira eins og konfekt heldur en kökur en þær vöktu mikla lukku. Mér… Halda áfram að lesa Stökkar hafraflögur
Hindberja sítrónu muffins
Betri helmingurinn kláraði fyrsta árið í mastersnáminu í júní og í tilefni þess bauð hann bekknum sínum í grillpartí. Fullkomið tækifæri fyrir mig til að prufa einhverja létta og sumarlega uppskrift 😉 Þessa fann ég á einu af uppáhalds kökubloggunum mínum. Hún stóð alveg undir nafni og var mjög létt og sumarleg 🙂 Muffins 2… Halda áfram að lesa Hindberja sítrónu muffins
Hrískökur
Eldrún varð 1 árs fyrir skemstu. Þar sem ég er þegar búin að setja inn uppskriftina sem ég nota alltaf til að gera afmæliskökur á þessu heimili, þá set ég inn uppskrift af hrískökum í staðinn 🙂 Hrískökur eru orðnar fastur lðiur í barnaafmælum á mörgum heimilum. Þær eru fljótlegar, góðar og vinsælar hjá yngrikynslóðinni.… Halda áfram að lesa Hrískökur