Aðventa · Jól · Vegan

Piparkökusíróp fyrir kaffibollann

Síðustu tvö jól hef ég verið í Svíþjóð á jólunum. Ég var tíður gestur á kaffihúsinu Espresso House. Á jólunum bjóða þeir upp á svokallaðan Tomte-latte. Ég er alveg mjög döpur yfir því að geta ekki fengið mér eins og 20 stk. Tomte-latte þessi jólin, en piparkökukaffið slær ágætlega á löngunina. 

Piparkökusíróp 

2 bollar vatn 
1 1/2 bolli sykur 
2 tsk engiferduft 
1 tsk kanill 
1/2 vanilludropar 

Blandið saman vatni, sykri engifer og kanill í pott. Látið suðu koma upp og hrærið reglulega. Látið sírópið malla í ca. 15 mín í opnum potti, hrærið af og til. Þegar sírópið hefur þyknað er það tekið af hitanum og vanilludropar settir útí. Látið kólna svolítið áður en það er notað. Hellið sírópinu í ílát og geymið í kæli. Sírópið geymist í 2 mánuði í ísskáp. 

Piparkökukaffi 

1/2 bolli haframjólk 
2-3 msk piparkökusíróp 
Kaffi 
Þeyttur jurtarjómi 

Hellið saman mjólkinni og sírópinu og hitið í örbylgjuofni, hellið kaffinu út í og hrærið saman kaffið og mjólkina. Ef þið viljið gera vel við ykkur setjið þá smá slummu af þeyttum rjóma ofan á. 

Ég er búin að drekka piparkökukaffi allan desember og hef sleppt rjómanum, kaffið er þrusugott án hans, en auðvitað gerir rjómi allt gott bara betra. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s