Það er fátt jafn skemmtilegt að baka piparkökur og skreyta þær með börnunum 🙂 Við systurnar eigum margar minningar frá Skagfirðingabraut, heima á Sauðárkróki, þar sem við sátum með bróður okkar og mömmu og skreyttum heilt fjall af piparkökum. Eru jólin ekki akkúrat til þess að eiga góða stundir með vinum og fjölskyldu og búa til góðar… Halda áfram að lesa Piparkökur
Tag: kaffi
Sænskir „plattar“
Uppskriftin sem ég deili með ykkur í dag er uppskrift sem mig hefur lengi langað til að prófa – eiginlega pönnukökur/klattar sem er velt upp úr sykri og borin fram með allskyns gúmmelaði eftir smekk. Bakaði þetta með morgunmatnum og varð ekki svikin, nammi namm. Vel þess virði til að prófa að rólegum helgarmorgni þegar… Halda áfram að lesa Sænskir „plattar“
Súkkulaðipavlova með mascarponerjóma
Ég fékk matreiðslubók frá frægum sænskum matarbloggara, Lindu Lomelino, í kveðjugjöf frá gömlu vinnunni um daginn. Bókin er stútfull af girnilegum uppskriftum og þegar ég hnaut um þessa pavlovu-uppskrift í bókinni þá vissi ég að þetta yrði fyrsta uppskriftin sem ég myndi prófa úr þeirri bók – hún bókstaflega öskraði í mig. Við fengum gesti… Halda áfram að lesa Súkkulaðipavlova með mascarponerjóma
Piparkökusíróp fyrir kaffibollann
Síðustu tvö jól hef ég verið í Svíþjóð á jólunum. Ég var tíður gestur á kaffihúsinu Espresso House. Á jólunum bjóða þeir upp á svokallaðan Tomte-latte. Ég er alveg mjög döpur yfir því að geta ekki fengið mér eins og 20 stk. Tomte-latte þessi jólin, en piparkökukaffið slær ágætlega á löngunina. Piparkökusíróp 2 bollar vatn 1… Halda áfram að lesa Piparkökusíróp fyrir kaffibollann
Vöfflurnar hennar mömmu
Þegar ég fékk vöfflujárn gefins fyrir löngu síðan var ég stundum að brasa við að nota vöfflumix úr pakka sem einhvern vegin misheppnuðist alltaf, vöfflurnar voru aldrei nógu góðar, festust við járnið og ég var óánægð með þær. Fékk að lokum mömmu uppskrift og hef haldið mig við hana síðan enda hefur hún aldrei… Halda áfram að lesa Vöfflurnar hennar mömmu
Ískaffi
Það er endalaust hægt að sækja sér innblástur í heimasíðu The pioneer woman. Kaffi er nauðsynlegt suma daga en ég er ekki sérstakur aðdáandi svarts kaffis. Ég vil hafa kaffið mitt með mjólk og þá er skemmtilegra að fá sér bara eitthvað fínt eins og Latte eða Cappuccino. Þegar ég sá ískaffi uppskrift hjá pæjó… Halda áfram að lesa Ískaffi
Sörur
Kökur 200 gr möndlur, hakkaðar fínt 350 gr. flórsykur 3 eggjahvítur Eggjahvíturnar þeyttar saman við flórsykurinn þar til blandan er alveg stíf. Möndlum bætt út í og hrært eins lítið og þið komist upp með. Sett með tsk á plötu og bakað við 180°c í tíu mínútur. Mikilvægt er að kökurnar kólni alveg áður en farið… Halda áfram að lesa Sörur