Muffins

Hindberja sítrónu muffins

IMG_1982

Betri helmingurinn kláraði fyrsta árið í mastersnáminu í júní og í tilefni þess bauð hann bekknum sínum í grillpartí. Fullkomið tækifæri fyrir mig til að prufa einhverja létta og sumarlega uppskrift 😉 Þessa fann ég á einu af uppáhalds kökubloggunum mínum. Hún stóð alveg undir nafni og var mjög létt og sumarleg 🙂

Muffins
2 bollar hveiti
1 msk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 egg
1 bolli sykur
1 tsk fínt rifinn sítrónu börkur
1/4 bolli (57 gr)  smjör, brætt
1 1/4 bollar sýrður rjómi
1 1/2 bollar hindberjum

Gljái
3/4 bolli sykur
1 tsk fínt rifinn sítrónu börkur
1/4 bolli sítrónusafi

Hitið ofninn í 175 gráður. Smyrjið muffinsform ef þið notið slík eða raðið muffins bréfformum á ofnskúffu.

Blandið saman  hveiti, lyftiduft og salt í skál. Takið 1 msk af hveitiblöndunni og sáldrið yfir hinderinn, hyljið berin og leggið til hliðar.

Þeytið saman egg og sykur þar til blandan er þykk og flöffí. Hrærið sítrónuberki varlega smana við. Hrærið smjörið varlega saman við eggjablönduna með handþeytara. Bætið helming af sýrða rjómanum saman við  og hrærið eins lítið og hægt er,  endurtakið með seinni helmingnum af sýrða rjómanum.

Hrærið varlega saman hveiti og eggja/sýrðarjómablöndunni með sleif með eins fáum hreifingum og mögulegt. Endurtakið með hinberinn og munið að hræra eins lítið og mögulegt er.

Setjið degið í muffinsformin. Bakið í 20-23 mínútur eða þar til þær eru gilltar, og tannstöngull sem stungið er í miðjuna kemur út hreinn. Látið kólna í smástund.

Á meðan muffinsið er að bakast er gljáinn undirbúinn.

Blandið saman 1/2 bolla af sykri og sítrónuberkinum.

Sjóðið saman 1/4 bolla af sykri og sítrónusafan þar til það er orðið að sýrópi, hrærið reglulega á meðan blandan síður.

Pennslið alla muffinskökurnar með sýrópinu og dýfið þeim síðan í sítrónu-sykurinn. Best er að bera muffinskökurnar fram volgar 😉

IMG_1981

2 athugasemdir á “Hindberja sítrónu muffins

    1. Það fást ekki heldur alltaf fersk hinber hér í Svíþjóð og þegar þau og eru ekki „in season “ þá kosta þau oft morðfjár. Ég get ekki ímyndað mér að það breyti öllu hvort þau séu fersk eða frosin 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s