Eftirréttir

Rabbabarabaka fyrir lata

Rabbabarabaka fyrir lata

Ég á ekki heiðurinn af þessari nafngift uppskriftar dagsins heldur höfundur uppskriftaheftisins sem ég fann hana í , svo það sé á hreinu 😉 Sem yfirlýstur letibakari (allt sem lítur út fyrir að vera fljótlegt í bakstri höfðar afskaplega vel til mín) þá fannst mér aftur á móti tilvalið að prófa uppskriftina.  Uppskriftin lofaði því að maður þyrfti ekki einu sinni að skíta út eina skál við baksturinn og ég held svei mér þá að það hafi gengið eftir! Við vorum öll mjög hrifin og hún var bókstaflega tilbúin á „no-time“ og ótrúlega góð (allavega ef maður er hrifinn af rabbabara í ýmsa eftirrétti, sem við fjölskyldan erum).

Er ekki akkúrat komin rabbabarauppskera heima núna og tilvalið að prófa eina svona letiköku?

Skerið rabbabara i þunnar sneiðar og stráið yfir 1 msk af kartöflumjöli.
Skerið rabbabara i þunnar sneiðar og stráið yfir 1 msk af kartöflumjöli.
Stráið 1 dl af sykri yfir
Stráið 1 dl af sykri yfir
og svo einum dl af hveiti...
og svo 1 dl af hveiti…
og svo 1 dl af haframjöli...
og svo 1 dl af haframjöli…
Skerið 50 gr af hvítu súkkulaði í bita og stráið yfir...
Skerið 50 gr af hvítu súkkulaði í bita og stráið yfir…
Skerið 75 gr af köldu smjöri í sneiðar með ostaskera og leggjið yfir kökuna...
Skerið 75 gr af köldu smjöri í sneiðar með ostaskera og leggjið yfir kökuna…
Bakið að lokum við 200 gr. í uþb 20 mínútur og voilá :)
Bakið að lokum við 200 gr. í uþb 20 mínútur og voilá 🙂

Rabbabarabaka fyrir lata. 

Innihald
400 gr sneiddur rabbabari
1 msk kartöflumjöl
1 dl sykur
1 dl hveiti
1 dl haframjöl
50 gr hvítt súkkulaði
75 gr kalt smjör

Aðferð
Ofninn stilltur á 200 gr.
Rabbabarinn sneiddur og lagður í ofnfast bökuform. Kartöflumjölinu stráð yfir og blandað vel saman.

Sykrinum, hveitinu og haframjölinu stráð yfir rabbabarann. ATH: Mjög mikilvægt er að strá hráefnunum yfir í akkúrat þessari röð.

Hvíta súkkulaðið hakkað niður og stráð yfir bökuna.

Að lokum er mjörið er sneitt niður með ostaskera og lagt yfir bökuna.

Bakað í u.þ.b. 20 mínútur.

Ein athugasemd á “Rabbabarabaka fyrir lata

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s