Pistasíumarsipankonfekt 50 gr pistasíuhnetur 150 gr gróft odense marsipan 2-3 tsk fínt rifin börkur af lime 4 msk lime safi Hvítt súkkulaði* (sjá neðan fyrir veganskt súkkulaði) Fínhakkið pistasíuhneturnar, takið svolítið af hnetum til hliðar. Hrærið saman marsipaninu, limesafanum, börkinum og hnetunum. Hrærið þar til öll innihaldsefnin eru vel blönduð saman. Mótið 32 kúlur eða litla drumba. Bræðið súkkulaðið yfir… Halda áfram að lesa Pistasíumarsipankonfekt
Tag: hvítt súkkulaði
Dulce de leche súkkulaðikökur
Ég bakaði þessar fáránlega góðu (smá)kökur í dag. Ég þakka bara fyrir að þær hafi einunigs verið 14 talsins (semsagt ekkert rosalega stór uppskrift) og að við erum 5 í fjölskyldunni því að ég hefði sennilega borðað margfalt fleiri ef það hefði verið meira af þeim á boðstólnum… Ég notaði sprautupoka við að koma karamellunni… Halda áfram að lesa Dulce de leche súkkulaðikökur
Butterscotch hafrasmákökur með hvítu súkkulaði
Ég fór í búð um daginn og alveg óvart duttu 4 pokar af mismunandi súkkulaði og karamellu ofan í innkaupakerruna. Ég náði að hemja mig í tæpan sólahring þar til ég varð að prufa að baka úr þessum nýjungum. Butterscotch er eitthvað sem ég er búin að sjá í milljón sinnum í amerískum uppskriftum. Ég… Halda áfram að lesa Butterscotch hafrasmákökur með hvítu súkkulaði
Döðlugott (v)
Ég veit eiginlega ekki hvar ég hef verið þegar þetta kom, sá og sigraði Ísland (kannski í Svíþjóð). Ég hef aldrei heyrt um þetta og rakst á uppskrift að þessu þegar ég var að fara í gegnum vinnutölvuna í leit að einhverju. Þegar ég sá word skjal merkt uppskriftir þá gat ég bara ekki annað… Halda áfram að lesa Döðlugott (v)
Súkkulaði börkur
Það er varla að þetta teljist sem uppskrift þetta er svo einfalt 🙂 Þetta er þrátt fyrir einfaldleikan ljúffengt, gleður augað og er tilvalið til að eiga til inn í ísskáp/frysti ef gesti ber að garði. Það er ljómandi gott að maula á þessu með kaffibollanum 🙂 Súkkulaði börkur með hnetum og ávöxtum 450 gr… Halda áfram að lesa Súkkulaði börkur
Piparköku- og marsipantrufflur
Ég gerði þessar ljúffengu piparköku- og marsípantrufflur um daginn. Var ég nokkuð búin að segja ykkur að Svíar eru svoldið trylltir í allt piparköku-eitthvað þegar nær dregur jólum? Ég virðist hafa smitast allsvakalega af þessari veiki núna og gat ekki staðist þetta kombó, piparkökur og marsípan. Ég meina í alvöru talað – hvernig getur þetta… Halda áfram að lesa Piparköku- og marsipantrufflur
Piparköku-ostakaka með hvítu súkkulaði
Ó mig auma, ég eiginlega á bara ekki til lýsingarorð yfir það hvað þessi ostakaka er ljúffeng! Ég notaði tækifærið og bakaði hana þó svo að aðventan sé ekki komin þar sem örverpið átti 1 árs afmæli núna um helgina. Þessi uppskrift er að mörgu leiti mjög svipuð ostakökunni hennar mömmu nema í þessari eru egg og… Halda áfram að lesa Piparköku-ostakaka með hvítu súkkulaði
Rabbabarabaka fyrir lata
Ég á ekki heiðurinn af þessari nafngift uppskriftar dagsins heldur höfundur uppskriftaheftisins sem ég fann hana í , svo það sé á hreinu 😉 Sem yfirlýstur letibakari (allt sem lítur út fyrir að vera fljótlegt í bakstri höfðar afskaplega vel til mín) þá fannst mér aftur á móti tilvalið að prófa uppskriftina. Uppskriftin lofaði því… Halda áfram að lesa Rabbabarabaka fyrir lata
Ostakaka með hvítu súkkulaði og ástaraldin
Ég er áskrifandi að sænska baksturstímaritinu "Hembakat" og stundum vildi ég eiginlega óska þess að ég væri það ekki (eða þið vitið, bara næstum því sko ekki alveg). Í hverju einasta tölublaði eru minnst 10 uppskriftir sem mig langar til baka enda er ég búin að setja nokkrar uppskriftir úr þessu blaði inn á þetta… Halda áfram að lesa Ostakaka með hvítu súkkulaði og ástaraldin
Blúndur (blondies) með hlynsírópssósu og ís
Þegar ég var unglingur bjó ég eitt ár í frönskumælandi hluta Kanada. Eins og margir eflaust vita þá er Kanada m.a. þekkt fyrir hlynsírópssframleiðslu, Québec er stærsti framleiðandi hlynsíróps í heimi og þar sem ég bjó (eiginlega út í rassi og bala) voru meira og minna allir með sína eigin litlu sírópsframleiðslu, áttu einhvern smá… Halda áfram að lesa Blúndur (blondies) með hlynsírópssósu og ís