Það er varla að þetta teljist sem uppskrift þetta er svo einfalt 🙂 Þetta er þrátt fyrir einfaldleikan ljúffengt, gleður augað og er tilvalið til að eiga til inn í ísskáp/frysti ef gesti ber að garði. Það er ljómandi gott að maula á þessu með kaffibollanum 🙂
Súkkulaði börkur með hnetum og ávöxtum
450 gr hvítt súkkulaði
1/2 bolli pistasíuhnetur
1/4 bolli þurkaðar apríkósur
1/4 bolli trönuber
Dreyfið úr pistasíuhnetunum á ofnskúffu og bakið í 8 mín við 175°c. Takið út og kælið.
Hakkið niður súkkulaðið, takið 1/3 af súkkulaðinu og bræðið. Hrærið restinni af súkkulaðinu saman við og látið það bráðna. Mögulega þarf að hita súkkulaði aðeins meira en hitið það eins lítið í viðbót og þið komist upp með.
Smyrjið súkkulaðinu í 20 cm x 25 cm ferning á bökunnarpappír. Sáldrið pistasíuhnetunum yfir súkkulaðið, sáldrið apríkósunum og trönuberjunum einnig yfir súkkulaðið. Ýtið létt á hneturnar og ávextina til að vera viss um að það sé allt ofan í súkkulaðinu (en liggi ekki bara ofan á).