Það er varla að þetta teljist sem uppskrift þetta er svo einfalt 🙂 Þetta er þrátt fyrir einfaldleikan ljúffengt, gleður augað og er tilvalið til að eiga til inn í ísskáp/frysti ef gesti ber að garði. Það er ljómandi gott að maula á þessu með kaffibollanum 🙂 Súkkulaði börkur með hnetum og ávöxtum 450 gr… Halda áfram að lesa Súkkulaði börkur
Tag: nammi gott
Páskakonfekt
Páska konfekt 40 möndlur 200 gr odense konfektmarsipan 200 gr suðusúkkulaði eða 70% súkkulaði skraut Ristið möndlurnar á pönnu. Þekið möndlurnar með marsipani (5 gr á hverja möndlu) og reynið að móta marsipanið eins og egg. Bræðið súkkulaðið og húðið marsipanmöndlurnar og skreytið að vild. Kælið í ískáp
Súkkulaði cupcake með hnetusmjörskremi
Eins og svo oft áður var ég að horfa á FoodNetwork og þar sá ég Inu Garten fjalla um uppáhalds súkkulaðiuppskriftirnar sínar. Hún var með einhverjar rosalega fínar súkkulaði-cupcakes með hnetusmjörkremi. Kökurnar sjálfar hentuðu ekki fyrir mig þar sem í þeim er sýrður rjómi. Sýrðan rjóma er ekki hægt að fá laktosa frían og ég… Halda áfram að lesa Súkkulaði cupcake með hnetusmjörskremi
Kleinurnar hennar Ingu
Þegar við fluttum á Sauðárkrók árið 1986 fluttum við inn í tvíbýlishús á Skagfirðingabraut þar sem fyrir bjuggu eldri hjón, Inga og Guttormur heitin. Einhvern vegin upplifði maður það að dyr þeirra stæðu manni alltaf opnar, enda einstaklega elskulegt fólk, og oftar en ekki var Inga að bardúsa í eldhúsinu og leyfði manni þá að… Halda áfram að lesa Kleinurnar hennar Ingu