Eftirréttir · Kökur

Ostakaka með hvítu súkkulaði og ástaraldin

Ostakaka með hvítu súkkulaði og ástríðuávöxtum

Ég er áskrifandi að sænska baksturstímaritinu „Hembakat“ og stundum vildi ég eiginlega óska þess að ég væri það ekki (eða þið vitið, bara næstum því sko ekki alveg).  Í hverju einasta tölublaði eru minnst 10 uppskriftir sem mig langar til baka enda er ég búin að setja nokkrar uppskriftir úr þessu blaði inn á þetta blogg. Þessi uppskrift kemur líka þaðan og var mjög góð sem eftirréttur á eftir páskamatnum (já, já – ég er komin aðeins á eftir með að setja uppskriftir inn 🙂 ) Ég hef ekki notað ástaraldin áður í bakstur en dísus hvað þetta eru góðir ávextir. Okkur langar næstum að fara nota það með öllu sem við borðum núna – jömmí 🙂

Ostakaka með hvítu súkkulaði og ástaraldin

Botn
10 digestive kexkökur
1 msk sykur
1/2 msk kartöflumjöl
50 gr smjör, við stofuhita

Fylling
200 gr hvítt súkkulaði
600 rjómaostur, við stofuhita
1 dl flórsykur
3 egg

Ofan á kökuna
4 – 5 ástaraldin
1 dl rautt rifsberjahlaup

Stillið ofninn á 150 gr.

Kexkökurnar eru muldar alveg niður og blandað saman við sykurinn, kartöflumjölið og smjörið í matvinnsluvél (eða í höndunum ef þið eigið ekki slíka).

Setjið í smurt smelluform (má líka sníða til bökunarpappír og setja í botninn á forminu). Þrýstið mylsnunni í botninn á forminu og aðeins upp eftir kantinum á forminu. Bakið í miðjum ofni í ca. 10 mínútur og látið svo kólna.

Bræðið súkkulaðið og látið kólna vel. Þeytið rjómaostinum, flórsykrinum og eggjunum saman þar til það er alveg mjúkt og slétt. Hrærið súkkulaðið út í (ath. ekki setja súkkulaðið út í þegar það er enn heitt, það er ávísun á að það hlaupi í kekki !)

Hellið fyllingunni á mylsnubotninn og bakið síðan í miðjum ofni í 50 – 55 mínútur. Látið kökuna kólna alveg. Hlaupið hitað í potti (til að mýkja það upp) og innihaldinu úr ávöxtunum blandað saman við. Hellt yfir kökuna og hún kæld þar til hún er borin fram.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s