Kökur

Kit Kat – afmæliskaka

KIT KAT kaka

Þó að mér finnist ótrúlega gaman að baka og gæti gert það daglega (og jafnvel oft á dag, suma daga) þá leyfi ég mér það nú oftast ekki. Yfirleitt læt ég duga að baka laugardagsköku og svo þegar við fáum gesti eða eitthvað sérstakt stendur til. (það er reyndar merkilega auðvelt að finna upp á einhverju „tilefni“ ef maður leggur sig fram… 😉 ) Vegna þess hve gaman mér finnst að baka og sennilega vegna þess hve oft ég geri það þá halda margir að mér finnist líka alveg rosalega gaman að dúlla mér við að skreyta kökur. Það er mikill misskilningur. Þegar kemur að köku- og tertuskreytingum þá liggur mér við að segja að ég sé með 10 þumalputta! Á sama tíma og mér sýnist flestar aðrar mæður, sem jafnvel baka bara einu sinni á ári (fyrir barnaafmæli) leggja gríðarlegan metnað í að baka frumlegar og frábærlega flottar kökur fyrir barnaafmæli þá tel ég mig góða ef ég hef það af að baka tvo botna fyrir tveggja hæða afmælisköku og setja súkkulaðikrem á milli.

Yngri sonur minn sem varð 8 ára núna nýlega hefur hins vegar gríðarlegar væntingar til sinna eigin afmæla (lái honum það hver sem vill!) og var komin með ægilega plön um svo flotta köku að annað eins hefði ekki sést í Stokkhólmi. Það var þá sem ég rambaði á Kit–Kat skreytinguna. Guði sé lof! Þegar ég sýndi drengnum kökuna á netinu þá féll hann strax fyrir öllu sælgætinu á henni og mér tókst að telja honum trú um að þetta væri nákvæmlega kakan sem hann ætti að hafa í bekkjarafmælinu.

Það er eiginlega ekki hægt að segja að þetta sé uppskrift (uppskriftin að afmæliskökunni er hér og uppskriftin að kreminu er hér) en mér datt nú samt sem áður í hug í kannski séu fleiri sem ekki hafi hugmyndaflug (eða tíma eða nennu…) í frábærlega flottar kökuskreytingar og þá getur þessi hugmynd komið í staðin! Krökkunum fannst þessi kaka allavega æðisleg og sælgætið utan á henni sló í gegn.

Ég notaði 7 litla pakka af kitkat í verkið, þeir hefðu mátt vera 9 fyrir stærðina á botnunum sem ég var með því þá hefði ég náð að gera alveg samfelldan hring en það er auðvitað bara smekksatriði. Ég setti einn miðlungsstóran poka af smartís (mætti vera m&m’s líka) en það mætti nú alveg setja allskonar sælgæti ofan á kökuna, bara næstum bland í poka 🙂 Ég smurði kitkatið með smá kremi til að það myndi festast betur á kökunni og þau héldust alveg föst! Og þá er „uppskriftin“ upptalin, einfaldara gæti það ekki verið 😉

KIT KAT kaka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s