Ég bakaði þessa kleinuhringi fyrir 5 ára afmæli dóttur minnar í maí. Ég fattaði það hins vegar þegar veislan var að verða búin að ég tók nánast engar myndir af þeim. Þeir runnu út eins og heitar lummur og ég sá strax að ég var komin með klassíker í hendurnar. Þegar elsta dóttir mín varð… Halda áfram að lesa Bakaðir kleinuhringir (v)
Tag: afmæli
Súkkulaðimuffins með ormum og oreo
Þessar kökur vöktu lukku í skrímsla bingói hjá dóttur minn og bókstaflega flugu út. Þær eru skemmtilega öðruvísi og heilla unga kannski svolítið meira en aldna Það sem þarf í þessa uppskrift er: – Poki af hlaup-ormum– Súkkulaðimuffins – 4-6 Oreos – Glassúr Súkkulaðimöffins 2 bollar Kornax hveiti 1,5 tsk lyftiduft 0.5 tsk matarsódi 1 tsk salt 1.5 bolli sykur 200 gr smjör/smjörlíki 1… Halda áfram að lesa Súkkulaðimuffins með ormum og oreo
Regnboga möffins
Ég sá þessa hugmynd að skreitingu á kökur fyrir löngu síðan á Pinterest. Þegar ég var að dunda mér einhvern daginn í hverfisversluninni minni hérna á Króknum rakst ég á svona regnbogahlaup. Ég er svolítið þannig að ég kaupi stundum svona án þess að hafa not fyrir það akkúrat þá stundina. Þegar hlaupið var búið… Halda áfram að lesa Regnboga möffins
Skinkuhorn
Skinkuhorn eru vinsæl í barnaafmæli og veislur. Einnig er tilvalið að baka þau til að frysta og eiga til þegar gesti ber að garði 🙂 Skinkuhorn 5 dl mjólk 15 gr þurrger (50 gr ferskt ger) 60 gr sykur 720 gr hveiti (14 dl) 1/2 tsk salt 150 gr smjör við stofuhita Skinka Ostur að eigin… Halda áfram að lesa Skinkuhorn
Kókos-cupcakes
Ég bakaði þessar kókos-cupcakes um síðustu helgi og varð ekki fyrir vonbrigðum, algert sælgæti 🙂
Smákökukaka
Ok, ég veit að ljósmyndahæfileikar mínir hafa oft skinið aðeins skærar en hérna en þessi kaka var í alvöru ótrúlega góð. Nafnið 'smákökukaka' er réttnefni því að þetta er eiginlega bara risastór smákaka, svona eins og risa subway-smákaka sem er borðuð eins og terta, t.d. með ís. Og súperfljótleg (sérstaklega ef maður býr ekki í… Halda áfram að lesa Smákökukaka
Súkkulaðilakkrís-cupcakes með hindberjasmjörkremi
Eitt af því fáa í eigin bakstri sem ég fæ stundum virkileg "craving" í eru kökur með kremi. Því miður (eða kannski sem betur fer?) nenni ég ekkert sérstaklega oft að standa í slíkum bakstri, sennilega af því að maður verður að láta smjörkremskökur kólna alveg áður en maður getur hafist handa við að setja… Halda áfram að lesa Súkkulaðilakkrís-cupcakes með hindberjasmjörkremi
Brownies með sykurpúðum og súkkulaði-ricekrispies
Þetta er ein af þessum uppskriftum sem mig er búið að langa til að prófa ansi lengi og þegar við fengum gesti um síðustu helgi var það tilvalið, ég var nefnilega búin að baka eplaköku en þar sem börnin eru ekkert ógurlega hrifinn af þeim þá ákvað ég að baka þessar líka, enda þóttist… Halda áfram að lesa Brownies með sykurpúðum og súkkulaði-ricekrispies
Súkkulaðikaka
Eins og svo ótal margt á þessari síðu er þessi uppskrift fengin frá mömmu 🙂 Hún hefur verið bökuð svo ótal oft að það er ekki hægt að hafa á því tölu. Hún hefur aldrei klikkað og er sérstaklega þægileg til að nota í að gera fígúrur fyrir afmæli og regnbogakökur. Ég hef einnig sett… Halda áfram að lesa Súkkulaðikaka
Kit Kat – afmæliskaka
Þó að mér finnist ótrúlega gaman að baka og gæti gert það daglega (og jafnvel oft á dag, suma daga) þá leyfi ég mér það nú oftast ekki. Yfirleitt læt ég duga að baka laugardagsköku og svo þegar við fáum gesti eða eitthvað sérstakt stendur til. (það er reyndar merkilega auðvelt að finna upp á… Halda áfram að lesa Kit Kat – afmæliskaka