
Ég sá þessa hugmynd að skreitingu á kökur fyrir löngu síðan á Pinterest. Þegar ég var að dunda mér einhvern daginn í hverfisversluninni minni hérna á Króknum rakst ég á svona regnbogahlaup. Ég er svolítið þannig að ég kaupi stundum svona án þess að hafa not fyrir það akkúrat þá stundina. Þegar hlaupið var búið að vera uppí skáp í nokkrar vikur kom að því að ég fann not fyrir það: þriggja ára afmælisveisla stelpunnar minnar. Ég er orðin grasekkja og því nennti ég ekki að fara að standa í því að baka einhverja þemaköku sem tekur sjúklega langan tíma að skreyta. Hef reyndar ekki bakað slíka köku síðan fyrir fjórum árum en þá gerði ég risastóra risaeðlu og eldfjall sem var 3D. En nóg um það 🙂 Í ár ákvað ég að hafa pönnukökur, muffins og eina tertu sem innihéldi mikið af jarðarberjum og Jelloi (barnið elskar þetta tvent).

Muffinskökurnar vöktu mikla lukku hjá börnunum sem komu í afmælið sem og afmælisbarninu 🙂
Regnbogamuffins
Muffinsuppskrift má finna hér
Ég sleppi kakóinu, bæti við 1 tsk af vanillusykri og hræri útí smá kökuskrauti út í kökurnar þegar þær eru komnar í muffinsformin. Það er ekki hægt að hræra skrautinu út í fyrr af því að liturinn lekur svo hratt af skrautinu eftir að það er komið út í deig.
Bakað við 175°c í 15 min eða þar til pinni sem stungið er í kökuna kemur hreinn út.
Fínt er að gera kremið á meðan kökurnar kólna. Þær þurfa að vera alveg kaldar þegar kremið er sett á þær.
Krem
110 gr smjör við stofuhita
ca 300 gr flórsykur
Blár matarlitur
Þeytið smjörið þar til að það er orðið létt og ljóst (það tekur nokkrar mínútur). Bætið nokkrum matskeiðum af flórsykri og þeytið kremið vel eða þar til kremið er ekki lengur kornótt milli fingurgóma. Bætið aftur flórsykri og endurtakið þar til kremið er orðið nógu stíft en ekki of stíft! Góðar leiðbeiningar er það ekki? 😉 (Hérna er vídeó frá foodnetwork sem sýnir hvernig tékkað er á réttri þykkt kremsins.).
Takið 1/3 af kreminu frá og setjið í sellofan. Litið afganginn ef kreminu með bláum matarlit. Ef þið notið of mikinn lit (fljótandi) og kremið verður of mjúkt þá þarf að setja aftur smá flórsykur. Það getur verið erfitt að ná dökkum fallegum litum með fljótandi litum þar sem þeir þynna kremið. Til þess að ná dökkum djúpum litum er betra að nota gel-liti. Þeir þynna ekki kremið þó mikið sé notað af þeim.
Skreytingarferlið
Svona líta kökurnar út inní þegar það er sett kökuskraut með í degið.

Hérna er 1/3 af kreminu kominn í sellofan, þessu sting ég svo ofan í

sprautupokann og tek annan sellofan endan útum gatið á pokanum, klippi endan af og kem stútnum fyrir.

Klippið niður regnboga nammið í hæfilega bita, þessar lengjur fóru í tvent.

Byrjið á því að skera ofan af muffinskökunum

Smyrjið kökurnar með bláa kreminu

Sprautið tveimur röndum af hvíta kreminu á kökuna,

þar sem þið viljið hafa upphafið og endann á regnboganum.

Komið regnboganum fyrir á röndunum.

Skreitið svolítið í kringum fætunar á regnboganum svo að kremið
líti út fyrir að vera ský og haldi regnboganum vel.

Þá eru kökurnar tilbúnar 🙂
Geymið þær í kæli ef það er langt þangað til þær verða borðaðar, mundið bara að taka þær út með smá fyrirvara svo þær séu ekki grjótharðar þegar bitið er í þær 🙂
Ein athugasemd á “Regnboga möffins”