Kökur · Muffins

Súkkulaðilakkrís-cupcakes með hindberjasmjörkremi

291


Eitt af því fáa í eigin bakstri sem ég fæ stundum virkileg „craving“ í eru kökur með kremi. Því miður (eða kannski sem betur fer?) nenni ég ekkert sérstaklega oft að standa í slíkum bakstri, sennilega af því að maður verður að láta smjörkremskökur kólna alveg áður en maður getur hafist handa við að setja kremið á og það sem mestu máli skiptir: hafist handa við átið – og hver hefur tíma fyrir slíkt þegar maður er með craving? Yfirleitt ekki ég 🙂

293

Ég ákvað samt að nenna um helgina, sennilega aðallega af því að mig langaði að nota lakkrísduftið sem ég keypti um daginn svolítið meira, og svo fannst mér alveg tilvalið að prófa að búa til hindberjakrem með. Og dísus, þetta krem var alveg asnalega gott – m.a.s. Binna fannst það ótrúlega gott en almennt finnst honum smjörkrem ekkert sérstakt. Kökurnar voru agalega góðar líka og ég get alveg mælt með svona hindberjakremi ofan á hvaða súkkulaðiköku sem er!

290

Súkkulaði-lakkrís cupcakes með hindberjasmjörkremi


Súkkulaðilakkrís-cupcakes
3 egg
2,5 dl sykur
100 gr smjör, brætt
1 dl mjólk
2,5 dl hveiti
1 dl kakó
2 msk lakkrísduft
1 tsk vanillusykur
2 tsk lyftiduft

Hindberjakrem
110 gr smjör
1,25 dl frosin (eða fersk) hindber
1/2 tsk vanilludropar
450 gr flórsykur

Aðferð

Muffins
Hitið ofninn í 175 gr.

Egg og sykur þeytt þar til létt og ljóst. Mjólkinni blandað saman við brædda smjörið og því svo bætt út í eggjablönduna og þeytt aðeins áfram, þar til vel blandað.

Öllum þurrefnum blandað vel saman í skál og síðan blandað varlega saman við eggjablönduna.

Sett í muffinsform og bakað í u.þ.b. 15 – 20 mínútur.

Hindberjakrem
Smjöri, hindberjum og vanilludropum hrært mjög vel saman. (NB: ég afþýddi ekki hindberin fyrst, en eflaust er það betra). Flórsykrinum bætt saman við smátt og smátt, og þeytt vel á milli. Eins og alltaf með smjörkrem þarf að stilla magn flórsykurs af þannig að kremið verði hæfilega þykkt.

3 athugasemdir á “Súkkulaðilakkrís-cupcakes með hindberjasmjörkremi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s