Aðalréttir · Svínakjöt

Quesadillas með pulled pork

Quesadillas með pulled pork

Hafið þið prófað að elda pulled pork? Ég gaf uppskriftina sem við notuð upp hérna á síðunni fyrir dálitlu síðan og hún er ennþá í mikilli notkun hér á heimilinu. Reyndar virðist núna hafa gripið um sig einhvers konar pulled pork æði, allavega hér í Svíþjóð. Og margir hérna virðast halda að þetta sé einhver fansí eldamennska sem þetta er nú eiginlega bara alls ekki 🙂

Allavega, af því að þetta er svo ótrúlega einföld eldamennska þá eldar Binni þetta tiltölulega oft, þá úr minnst 1 kg af kjöti, og við eigum þá svona kjöt í frysti. Við erum m.a. farin að nota pulled pork í staðin fyrir kjúkling og hakk í mexíkóskan mat, og þar á m.a. quesadillas. Ég er að segja ykkur það gott fólk að þetta er sjúklega gott. Ótrúlega einföld eldamennskja (ef maður á kjötið til) og ótrúlega gott – það gerist ekki mikið betra. Ég skora á ykkur að prófa!

Uppskriftina sem við notum af pulled pork má finna hér: Pulled Pork a la Binni

Quesadillas með pulled pork

Quesadillas með Pulled Pork

F. 4 – 5

8 stórar fajitas-pönnukökur
1 dós svartar baunir (eða meira, eftir smekk)
500 gr. Pulled pork
200 gr. Cheddarostur (eða annar ostur)
1 rauðlaukur

Meðlæti:
Guacamole
Sýrður rjómi
Salsasósa

Hitið ca. 1 msk á olíu meðalheitri pönnu. Setjið eina pönnuköku á pönnuna. Dreifið ¼ af kjötinu, baununum, ostinum og rauðlauknum yfir pönnukökuna. Mikilvægt er að dreifa vel úr ostinum því þegar hann bráðnar heldur hann lokunni saman. Setjið aðra pönnuköku ofan á og þrýstið aðeins ofan á hana, til að hún festist við. Steikið í u.þ.b. 2 mínútur og snúið þá við og steikið í 1 – 2 mínútur á hinni hliðinni. Endurtakið 3svar sinnum.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s