Kökur

Súkkulaðimuffins með ormum og oreo

Þessar kökur vöktu lukku í skrímsla bingói hjá dóttur minn og bókstaflega flugu út. Þær eru skemmtilega öðruvísi og heilla unga kannski svolítið meira en aldna  

Það sem þarf í þessa uppskrift er: 

– Poki af hlaup-ormum
– Súkkulaðimuffins 
– 4-6 Oreos 
– Glassúr 

Súkkulaðimöffins 

2 bollar Kornax hveiti 
1,5 tsk lyftiduft 
0.5 tsk matarsódi 
1 tsk salt 
1.5 bolli sykur 
200 gr smjör/smjörlíki 
1 bolli mjólk að eigin vali 
2 stór Nesbúegg 
2-3 msk kakó 

Aðferð: 

Kveikt á ofninum 175°c. 

Öllum efnum nema eggjum blandað saman í skál og hrært með hrærivél í 2 mín eða þar til allt er vel blandað saman. Eggin látin útí og hrært áfram í ca 2 mín. Fyllið muffinsform 2/3 og bakað í 10-20 min fer eftir stærð formanna sem notuð eru. Kökurnar eru tilbúnar þegar pinna sem stungið er í miðjuna á einni köku kemur hreinn út aftur. 

Látið kökurnar kólna. 

Hrærið saman 1 bolla af flórsykri, 2 msk kakó og ögn af vatni, bætið við vatni (agnar ögn í einu) þar til allir kekkir eru horfnir og glassúrinn er þykkfljótandi. 

Myljið oreos kökurnar þar til þær verða að dufti. Hægt er að setja kökurnar í hrærivél, mylja þær í morteli eða skella þeim í poka og merja þær með kökukefli. Ekki taka kremið í burtu, mulningurinn verður kekkjóttur til að byrja með en haldið áfram og þá verða mulningurinn eins og fín mold. 

Smyrjið svolítið af glassúr ofaná hverja muffins, setjið 1/2-1 tsk af oreos dufti ofan á glassúrinn og hlaup orm þar ofaná. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s