Grænmetisréttir · Pastaréttir · Vegan

GNOCCHI MEÐ BUTTERNUTGRASKERI (V)

Við höldum áfram að borða “kjötlaust” mörg kvöld í viku. Ég sagði frá því á snappinu í dag að við eigum tvær sænskar grænmetisréttarbækur sem eru algert æði, með fjölskylduvænum uppskriftum og sem víkka dálítið mikið sjóndeildarhringinn hvað varðar innihald grænmetisrétta. Í dag prófaði ég glænýja uppskrift úr annarri bókinni sem var sló eiginlega í gegn, sérstaklega hjá sjálfri mér og elsta syninum. Við höfum ekki notað butternutgrasker í eldamennsku áður en það kom mér mjög skemmtilega á óvart, eiginlega eins og betri útgáfa af sætum kartöflum. 

Þessi réttur er alveg tilvalinn í kjötlausan mánudag – og reyndar alla aðra daga líka  

Gnocchi með grilluðu butternutgraskeri 

(sjá athugasemd neðst fyrir vegan og mjólkurlausa útgáfu

1 butternutsquash/butternutgrasker (mótsvarar ca. 1,5 L af niðurskornu graskeri) 
0,5 dl ólífuolía 
1 tsk salt 
1 dl graskersfræ 
2 – 3 hvítlauksgeirar 
2 dl sýrður rjómi 
1 dl vatn 
1 grænmetisteningur 
Gnocchi-pasta fyrir 4 (má nota annað pasta) 
Oregano, ferskt eða þurrkað 
Salt og pipar 
Kirsuberjatómatar 

Aðferð 

Ofninn stilltur á 250°c. Graskerið afhýtt og skorið í lita teninga. Sett í ofnskúffu, olíu hellt yfir ásamt salti og hrært vel. Grillið í 30 mín og snúið við af og til, svo að graskerið festist ekki við ofnskúffuna. Graskerið á að fá dálítinn lik og verða mjúkt. Þegar örfáar mínútur eru eftir af graskerinu setjið þá pumpafræin í ofnin líka. (ef það eru gikkir í fjölskyldunni er ráð að steikja þau sér). 

Merjið hvítlaukinn og steikið í pönnu í smá olíu. Setjið sýrða rjómann út í ásamt vatninu og grænmetisteningnum og látið suðuna koma upp. Setjið að lokum graskerið og fræin út í og hrærið vel. 

Sjóðið pasta skv. Leiðbeiningnum. Smakkið sósuna til með oregano, salti og pipar. Berið fram með tómutunum. 

Vegan útgáfa: Skiptið sýrða rjómanum út fyrir t.d. sojavöru og berið fram með eggjalausu pasta eða kartöflum. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s