Kökur

Brownies með sykurpúðum og súkkulaði-ricekrispies

 

Brownies með sykurpúðum og súkkulaði-ricekrispies

Þetta er ein af þessum uppskriftum sem mig er búið að langa til að prófa ansi lengi og þegar við fengum gesti um síðustu helgi var það tilvalið, ég var nefnilega búin að baka eplaköku en þar sem börnin eru ekkert ógurlega hrifinn af þeim þá ákvað ég að baka þessar líka, enda þóttist ég vita að þetta yrði algert sælgæti. Sem það og var. Alger hittari hjá heimilisfólkinu og gestunum og nammibindindið sem ég þóttist ætla í þessa viku fór fyrir lítið þegar ég kom heim eftir vinnu á mánudaginn og þetta beið eftir mér þar!

Ath: það er smá bras að ná fyrstu bitunum upp úr, ég mæli með að taka bökunarpappírinn alveg upp úr og nota vel beittan hníf!

Brownies með sykurpúðum og súkkulaði-ricekrispies

Brownies með sykurpúðum og súkkulaði-ricekrispies
20 – 25 st.

Brownies
200 gr suðusúkkulaði
100 gr smjör
3,5 dl sykur
4 egg
1,75 dl hveiti
2 tsk vanillusykur
½ tsk salt
280 gr litlir sykurpúðar

Súkkulaði ricekrispies
200 gr suðusúkkulaði (eða mjólkursúkkulaði, ef vill)
100 gr smjör
7 – 8 dl Rice Krispies

Aðferð
Ofninn stilltur á 175°c
Bræðið súkkulaðið. Leggið smjörið í og látið bráðna í súkkulaðinu. Setjið í skál og bætið sykrinum við og hrærið (með sleif – ekki í vél). Látið kólna aðeins og bætið þá eggjunum út í, einu í einu. Blandið hveitinu, vanillusykrinum og saltinu saman við með sleif. Klæðið bökunarform (ca. 20 x 30 cm) með bökunarpappír og dreifið úr deiginu í formið.

Bakið kökuna í miðjum ofni í ca. 25 mín. Takið þá kökuna út, stráið sykurpúðunum yfir hana og bakið í 5 mín. Í viðbót. Látið svo kökuna kólna.

Búið súkkulaði-ricekrispies til með því að bræða súkkulaðið og smjörið saman. Blandið ricekrispies út í og hrærið vel. Dreifið svo úr því yfir kökuna og setjið í ísskáp og látið stífna alveg. (Ath: það er mikið auðveldara að skera kökuna þegar hún er búin að fá að standa í ísskáp í einhvern tíma, og ég mæli með beittum hníf 😉 )

Brownies með sykurpúðum og súkkulaði-ricekrispies

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s