Smákökur

Djöflatertu smákökur

IMG_2665

Það er langt síðan ég bakaði þessar dásamlega gómsætu smákökur. Mig vantaði eitthvað til að taka með mér í vinnuna þegar ég átti afmæli (í ágúst). Þessar kökur runnu ljúflega niður. Það er svoldið maus að útbúa þær en þær eru alveg þess virði. Ég sé fyrir mér að það sé ekkert mikið lakara að notast við Devil‘s Food Cake frá Betty Crocker til að auðvelda sér vinnuna 🙂 Er maður ekki alltaf að reyna að hámarka skilvirknina 😉 Þessi uppskrift er ekkert mjög ólík þessari Whoopi pie köku sem Stína setti á bloggið fyrir svolitlu síðan.

Djöflatertu smákökur

Kex
130 gr hveiti
30 gr kakó
3/4 tsk matarsódi
1/4 teskeið salt
110 gr púðursykur
57 gr smjör, við stofuhita
2 egg, við stofuhita
1/4 bolli súrmjólk, við stofuhita

Fylling
113 gr smjör, við stofuhita
200 gr flórsykur
1 tsk vanilludropar
1 bolli Marshmallow fluff

Súkkulaði
130 gr súkkulaði
3 msk smjör
1 msk síróp eða hunang
1/2 tsk vanilludropar

Hitið ofninn í 175° gráður. Setjið bökunnarpappír á ofnskúffu og setjið til hliðar.

Hrærið saman hveiti, kakó, matarsóta og salt í skál, setjið til hliðar .

Þeytið saman smjör og púðursykur saman þar til létt og flöffí. Bætið við eggjum, eitt í einu, þeytið saman  við smjörhræruna. Skafið niður hliðarnar á skálinni með sleikju ef þörf krefur. Að lokum er vanilludropum hrært saman við. Sáldrið 1/3 af hveiti blöndunni yfir smjörhrærunaog hrærið saman, næst er helmingnum af súrmjólkinni  blandað saman við. Endurtakið þar til hveitið og súrmjólkin eru búin (1/3 af hveiti – 1/2 af súrmjólk – 1 /3 af hveiti – eftirstöðvar af mjólk og síðast restin af hveitinu) .

Setjið 1 msk af degi með 3 cm millibili á bökunarpappírin og bakið í 10 min, eða þar til miðjan er bökuð. Látið kökurnar kólna alveg áður en kremið er sett á. 

Þeytið saman smjör og sykur saman þar til létt og ljóst. Hrærið vanilludropum saman við. Hrærið Marshmallow fluff vel saman við sykurblönduna. Kælið í hálftíma. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið á smákökurnar. Að lokum eru kökurnar kældar í hálftíma.

Á meðan kökurnar eru í kælingu er tilvalið að útbúa súkkulaðið. Bræðið saman súkkulaði, smjör og síróp. Þegar súkkulaði er bráðnað, smjörið og sírópið vel blandað saman við er vanilludropunum hrært saman við. Láta súkkulaðið kólna aðeins, dýfið kökunu í súkkulaðið til að hylja kremið. Leyfið kökunum að standa í 2-3 tíma til að súkkulaðið harðni. Einnig er hægt að setja kökurnar í kæli til að flíta ferlinu en þá er við búið að kökurnar „svitni“ þegar þær eru teknar út.

IMG_2656

IMG_2666

2 athugasemdir á “Djöflatertu smákökur

  1. Girnilegar, mun prófa þær á næstunni, ekki spurning 😉 En það vantar magn súkkulaðis í „súkkulaðið“ sem kökunum er að lokum dýft í….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s