Annað

Áramótauppgjör 2013

Enn einu sinni (og nokkuð fyrirsjáanlega 😉 ) renna þessi tímamót upp. Þá er auðvitað við hæfi að líta aðeins um farinn veg og deila með ykkur vinsælustu færslunum á bloggi okkar eldhússystra 🙂

1. Rabbabarabaka fyrir lata

Rabbabarabaka fyrir lata

Þessi sannkallaða letibaka vakti mikla lukku meðal íslenskra rabbabaraaðdáenda, og það er ekkert skrítið, hún er bæði ótrúlega góð og það sem enn betra er, ótrúlega fljótleg. Ég hlakka mikið til að nota rabbabarann úr garðinum næsta sumar og gera hana aftur 🙂

2. Súper einfaldur kjúklingaréttur

IMG_2620

Næstvinsælasta uppskrift ársins 2013 sýnir það að stundum eru það einföldu hlutirnir sem lukkast best, þessi uppskrift er sennilega ein sú einfaldasta sem hefur birst á blogginu okkar.

3. Amerískar pönnukökur

Amerískar pönnukökur

Þegar ég setti þessa uppskrift inn hélt ég kannski að það væri að bera í bakkafullan lækinn að bæta við enn einni pönnukökuppskriftinni í matarbloggsflóruna. Það var greinilega vanmat hjá mér, ég held að þetta sé sú uppskrift sem skilar flestum gúggl-heimsóknum hjá okkur 🙂

4. Norskir kanilsnúðar

Norskir kanilsnúðar

Það er sérlega ánægjulegt að sjá þessa kanilsnúðauppskrift standa sig svona vel – þetta eru ekki uppáháldssnúðar fjölskyldunnar fyrir ekki neitt, þeir eru sjúklega góðir. Sérstaklega með miklum glassúr 😉

5. Kjúklingur með beikoni, hvítlauk og sýrðum rjóma

Kjúklingaréttur með beikoni, hvítlauk og sýrðum rjóma

Þessi uppskrift er ein af nokkrum sem ég hef prófað af sænsku vefsíðunni matklubben.se. Hún var ótrúlega góð og ein vinkona mín sagði mér að hún hefði staðið við leyfarnar og borðað restina af sósunni með skeið. Must-try!

6. Hindberjasnúðar með glassúr

Hindberjasnúðar

Þeir sem lesa bloggið vita sennilega að við erum dálítið kanilóðar við systurnar. Þessir snúðar eru hins vegar ekki með votti af kanil, heldur er hindberjafylling í þeim og þeir eru einhverjir albestu snúðar sem ég hef smakkað. Nammi!

7. Gúrmey Pecan Pie

Pecan pie

Klassísk pekanbaka úr smiðju smjörkonunnar Pioneer Woman. Fyrir þá sem langar að smakka ekta amerískan eftirrétt er alveg hægt að mæla með þessari

8. Makkarónur með osti (Mac and cheese)

Mac and cheese

Enn ein uppskriftin að amerískum “huggumat” – klikkar ekki á grámyglulegu vetrarkvöldi þegar konu (eða manni) langar til að gera svolítið vel við sig!

9. Afmæliskaka

Muffins skreitt með smjörkremi (lituðu)og koktelberi

Þessi uppskrift er klassík á heimilum okkar systra, það er búið að baka hana ótrúlegt oft og hún klikkar ekki sem beisikk afmælis/súkkulaðikaka, bæði með venjulegu smjörkremi og í allskonar fígúrubakstur (eða bara sem muffins eins og sést á myndinni).

10. Rabarbarabaka úr Hnífsdal

IMG_8367
Besta rabbabarabaka sem Tobba hefur smakkað, og ég get tekið undir það að hún er æðislega góð og á fyllilega skilið 10. sætið á árslistanum. Enn ein til að prófa þegar rabbabarauppskeran næsta sumar brestur á!

Að lokum viljum við setja fram vinsældarlista okkar systra og aðalsmakkanarana (kallarnir okkar)

Eplakaka með osti  (Binni)

eplakaka með osti
Ef Binni ætti að velja eina köku sem sína allrauppáhálds, þá yrði það klárlega þessi kaka. Og hún er svo góð að okkur báðum systrunum datt í hug að velja hana sem okkar uppáhálds. Hún hefur klárlega ekki fengið næga ást hér á síðunni, þetta er uppskrift sem okkur finnst að allir ættu að prófa

Hvítlauksbrauð (Stína)

IMG_3404

Án vafa uppáháldsbrauð fjölskyldunnar, það stynja allir á heimilinu af ánægju þegar það er borið á borð nýbakað ásamt góðri súpu!

Kanilsnúðakaka (Tobba)

Kanilsnúðakaka

Ég hef bakað þessa köku fyrir gesti, farið með hana í vinnuna og bakað hana bara fyrir mig eina. Hún vekur allstaðar rífandi lukku, enda alveg rosalega góð 🙂 Ég get ekki mælt nógu mikið með að þið smakkið hana 😉

Sumarleg berjabaka með mascarpone (Halli)

IMG_1879

Halli skilur ekki hvernig þessi uppskrift var ekki á lista yfir vinsælustu uppskriftirnar. Hún er valin fyrst og fremst vegna þess að honum fannst hún svo skelfilega góð, að kraftaverki er líkast að hún skuli ekki hafa verið vinsælli. Gefið henni séns, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum! Amk deila henni, annars fær kallinn trúlega taugaáfall.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s