Kökur

Súkkulaðikaka

IMG_3570

Eins og svo ótal margt á þessari síðu er þessi uppskrift fengin frá mömmu 🙂 Hún hefur verið bökuð svo ótal oft að það er ekki hægt að hafa á því tölu. Hún hefur aldrei klikkað og er sérstaklega þægileg til að nota í að gera fígúrur fyrir afmæli og regnbogakökur. Ég hef einnig sett þær í muffins form með góðum árangri.

Súkkulaðikaka

Hráefni:

2 bollar hveiti
1,5 tsk lyftiduft
0.5 tsk matarsódi
1 tsk salt
1.5 bolli sykur
200 gr smjörlíki (ég nota smjör)
1 bolli mjólk (ég nota hrísmjólk)
2 stór egg
2-3 msk kakó

Aðferð:

Kveikt á ofninum 175°c.

Öllum efnum nema eggjum blandað saman í skál og hrært með hrærivél í 2 mín eða þar til allt er vel blandað saman. Eggin látin útí og hrært áfram í ca 2 mín. Sett í 2 lausbotna form og bakað í um það bil 35 min.

Ég persónulega á ekki 2 mót sem eru jafn stór, mamma segist baka helminginn af deiginu og þegar fyrri botninn er tilbúinn þá notar hún sama form aftur og bakar hinn helminginn. Þetta er full mikið vesen finnst mér og ég hef því bara sett þetta í eitt mót og ef ég vil fá tvo botna þá sker ég kökuna í tvennt með kökusneiðaranum mínum. Ef þessi leið er farin þá vill kakan stundum verða pínu brunnin ofan á og ekki alveg tilbúin innaní. Því set ég álpappír yfir kökuna þegar hún er búin að lyfta sér og lítur út fyrir að vera tilbúin utaná en er enþá blaut innaní.

Súkkulaðismjörkrem

200 gr. smjör (upphaflega uppskriftin kallar á smjörlíki en vér nútímakonur höfum breytt því!)
2 msk vatn
2 msk kakó
300 gr flórsykur
1 eggjarauða

Helmingurinn af smjörinu og vatnið soðið saman, kakóið hrært saman við. Flórsykurinn siktaður í skál og vökvinn hrærður saman við. Afgangurinn af smjörinu settur smátt og smátt út í og hrært á meðan, og síðast er eggjarauðunni bætt út í.

Kreminu er smurt á kökuna þegar hún er orðin köld. Tilvalið að strá kókos yfir til að skreyta.

3 athugasemdir á “Súkkulaðikaka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s