Eftirréttir · Kökur

Chilli-kladdkaka með dumlekaramellum


Chilli-kladdkakka

 

Sá þennan snúning á kladdköku í síðasta hefti Hembakat og bara varð að prófa. Varð ekki svikin frekar en fyrri daginn af Hembakat-uppskriftinni, ég elska þetta tímarit skal ég segja ykkur!

Varðandi baksturstíma á kladdkökum þá er hann yfirleitt 20 mínútur skv. uppskriftum. Það virkar ekki í mínum ofni, þá verður kakan ekki bara blaut í miðjunni heldur gjörsamlega óbökuð. 30 mínútur virðast henta vel hjá mér en maður verður aðeins að finna út „sinn“ bökunartíma. Þær eiga samt sem áður að vera blautar, ekki fullbakaðar inn að miðju 🙂  Mér finnst líka yfirleitt betra ef maður nær að kæla þær almennilega, þá þéttast þær og verða meira eins og „fudge“ í miðjunni 🙂

(p.s. chilli-flögur líta svona út!).

 

Chilli-kladdkaka

 


Chilli – kladdkaka með dumlekaramellum

8 – 10 bitar

Hráefni

Kakan
150 gr smjör
3,5 dl sykur
3 egg
2,5 dl hveiti
5 msk kakó
2 tsk vanillusykur
½ tsk salt
2 – 3 tsk chilliflögur (ég notaði 2 og það var yfidrifið fyrir börnin í fjsk 😉 )
1 poki dumlekaramellur

Súkkulaði-ganache
1 dl rjómi
100 gr dökkt súkkulaði, hakkað
Salt á hnífsoddi
Örlítill sykur
3 msk smjör

Skreyting
Chilliflögur
Saltflögur

Aðferð
Ofninn stilltur á 180 gráður og lausbotna hringform smurt.

Smjörið brætt. Egg og sykur þeytt saman þar til ljóst og létt. Blandið saman smjörinu, eggjablöndunni, hveitinu, kakóinu, vanillusykrinum, saltinu og chilli-flögunum.

Hellið deiginu í formið, þrýstið karamellunum djúpt ofan í deigið. Bakað í 20 – 30 mínútur.

Ganache: Hitið rjómann að suðu og bætið súkkulaði, salti og sykri saman við. Hrærið stanslaust í. Látið smjörið bráðna ofan í blönduna. Um leið og allt er bráðið takið af hellunni. Látið kólna.

Þegar kakan er orðin alveg köld er súkkulaðibráðinni hellt yfir kökuna, og skreytt með chilliflögum og saltflögum.

Borið fram með þeyttum rjóma.

 

Ein athugasemd á “Chilli-kladdkaka með dumlekaramellum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s