Í gær (7. nóvember) var hinn árlegi dagur kladdkökunnar í Svíþjóð. Kladdkökur eru sennilega eitthvað vinsælasta bakkelsi Svíþjóðar, á sænskum matar- og bakstursbloggum eru t.d. yfirleitt tugir mismunandi uppskrifta að þessu góðgæti og ástæðan er einföld; fyrir utan að vera æðislega góðar að þá eru þær ótrúlega einfaldar í bakstri og mjög fljótlegar (fyrir utan… Halda áfram að lesa Piparkökukladdkaka
Tag: kladdkaka
Kanilsnúða-kladdkaka
Eftir vinsældir sítrónukladdkökunnar hér á heimilinu langaði mig að prófa fleiri tegundir af þessari uppáháldsköku margra Svía. Fann eina sem öskraði á mig á hembakat, ég meina kanilsnúðakladdkaka? Af hverju hverju var ég ekki búin að prófa hana fyrr? Skil þetta bara ekki! Ég bakaði hana óvart aðeins of lengi, kladdkökur á alls ekki að baka í… Halda áfram að lesa Kanilsnúða-kladdkaka
Sítrónukladdkaka
Við fengum vini í mat um síðustu helgi og buðum upp á líbanskt meze-hlaðborð (meira um það seinna). Þar sem smáréttahlaðborðið tók frekar langan tíma í undirbúningi ákvað ég að hafa mjög fljótlegan eftirrétt og fann þá þessa girnilegu sítrónukladdköku á heimasíðu Hembakat. Eins og allar aðrar kladdkökur var hún svakalega fljótleg og aldrei þessu… Halda áfram að lesa Sítrónukladdkaka
Piparköku-kladdkaka
Ég er aðeins farin að leyfa mér að prófa smá jóla/aðventu-bakstur þó að enn sé langt til jóla . Hér í Svíþjóð virðist önnur hver jólauppskrift vera með piparkökukryddum og kannski er ég bara búin að vera hérna of lengi en allt í einu hljóma allar þessar uppskriftir dásamlega girnilega í mín eyru 😀Þessa kladdkökuuppskrift… Halda áfram að lesa Piparköku-kladdkaka
Dumlekladdkaka
Í dag ætla ég að bjóða upp á enn eina kladdkökuuppskriftina 🙂 Þessi var alveg einstaklega góð að mínu mati, og eins og aðrar kladdkökur bæði einföld og fljótleg. Alveg tilvalin til að prófa á notalegum haustlaugardegi!
Lakkrískladdkaka
Lakkrís þemað heldur áfram 🙂 Þrátt fyrir að Svíar elski kladdkökurnar sínar bakaði ég samt aldrei kladdköku þegar við bjuggum í Svíþjóð. Það var ekki seinna vænna að prufa þennan þjóðarrétt og vorum við ekki svikin, hún er SÚPER fljótleg og gott lakkrís bragð af henni.
Chilli-kladdkaka með dumlekaramellum
Sá þennan snúning á kladdköku í síðasta hefti Hembakat og bara varð að prófa. Varð ekki svikin frekar en fyrri daginn af Hembakat-uppskriftinni, ég elska þetta tímarit skal ég segja ykkur! Varðandi baksturstíma á kladdkökum þá er hann yfirleitt 20 mínútur skv. uppskriftum. Það virkar ekki í mínum ofni, þá verður kakan ekki bara… Halda áfram að lesa Chilli-kladdkaka með dumlekaramellum
Kladdkaka með daim-súkkulaðirjóma
Ég bakaði þessa ótrúlegu góðu kladdköku um daginn og fór með í matarboð. Kladdkakan er örugglega vinsælasta kökutegund Svía, útgáfurnar af henni eru óteljandi og ég er viss um að á flestum sænskum heimilum telur heimilisfólk sig vera með "bestu" uppskriftina. Ég veit að mörgum Íslendingum þykir daim-súkkulaði alveg sjúklega gott (ég er svosem enginn… Halda áfram að lesa Kladdkaka með daim-súkkulaðirjóma
Kladdkaka með daim-súkkulaði.
Á eftir kanilbullum hefur mér sýnst að kladdkaka sé vinsælasta bakkelsið í Svíþjóð. Kladdkökur eru til í ótal-útfærslum og ég sé reglulega á netinu keppnir í að búa til nýjar útgáfur af þessari köku. Kladdkaka er eiginlega sænska útfærslan á því sem Kanar kalla "brownies", fyrir þá sem ekki vita hvernig kaka þetta er (sem… Halda áfram að lesa Kladdkaka með daim-súkkulaði.
Kladdkaka með lakkrís og hindberjum
Svíar eru alveg svakalega hrifnir af kladdkökunni sinni. Hún er til í milljón (en þó svipuðum) útgáfum og er nánast það eina sem maður fær í súkkulaðikökuformi út í búð. Mætti kannski helst lýsa kladdköku sem mitt á milli þess að vera brownie og frönsk súkkulaðikakka. Hún er semsagt tekin úr ofninum meðan hún er… Halda áfram að lesa Kladdkaka með lakkrís og hindberjum