Eftirréttir · Kökur

Kladdkaka með daim-súkkulaðirjóma

Kladdkaka með daim-súkkulaði
Ég bakaði þessa ótrúlegu góðu kladdköku um daginn og fór með í matarboð. Kladdkakan er örugglega vinsælasta kökutegund Svía, útgáfurnar af henni eru óteljandi og ég er viss um að á flestum sænskum heimilum telur heimilisfólk sig vera með „bestu“ uppskriftina. Ég veit að mörgum Íslendingum þykir daim-súkkulaði alveg sjúklega gott (ég er svosem enginn brjálaður aðdáandi sjálf) og ákvað þess vegna að prófa þessa tilteknu uppskrift – ég vona að daim-súkkulaði fáist heima á Íslandi 🙂

Kladdkakan er (eins og ég hef örugglega sagt frá áður) náskyld amerískum brownies og það er svona aðeins smekksatriði hversu blautar þær eiga að vera, sumum finnst að miðjan eigi ennþá að vera bara eins og óbakað deig meðan aðrir vilja baka þær svolítið meira. Skv. uppskriftinni að þessari er mælt með að baka hana í 15 mínútur og kæla hana yfir nótt sem ég gerði ekki (semsagt, ég kældi hana ekki yfir nótt) – ég myndi baka hana aðeins lengur ef það á að borða hana samdægurs. Ég myndi samt sem áður setja hana í kæli í smátíma til að leyfa henni að setjast og þéttast aðeins. Kladdkaka á samt aldrei að vera alveg bökuð í gegn, þ.e. miðjan á alltaf að vera mjúk, þannig að alls ekki baka hana of lengi 🙂

Kladdkaka með daim-súkkulaðirjóma.

Kakan
200 gr smjör
200 gr dökkt súkkulaði
4 egg
2 dl sykur
2,5 dl hveiti
Salt á hnífsoddi

Daimrjómi
2,5 dl rjómi
1,5 msk bökunarkakó
1,5 msk flórsykur
2 stk daim (56 gr. pakkningar hvert).

Kakan
Bræðið smjörið annað hvort í örbylgjuofni eða litlum potti. Brjótið súkkulaðið í litla bita og bræðið í smjörinu. Blandið vel saman.

Þeytið eggin ásamt sykrinum þar til ljóst og létt og hrærið svo súkkulaðismjörblönduna varlega ofan í eggjablönduna.

Blandið saman hveiti og salti og hrærið svo ofan í vökvann (varlega, svo að það fari ekki allt loft úr eggjablöndunni).

Hellið deiginu í smurt form með lausum botni, ca. 22 cm í þvermál. Bakið í 15 mínútur við 200 gr. ef þið ætlið að láta kökuna standa í kæli yfir nótt (sem ég mæli með) – bakið annars í nokkrar mínútur í viðbót.

Rjóminn
Þeytið rjómann ásamt kakóinu og flórsykrinum. Hakkið daimið gróft og blandið megninu af því saman við rjómann. Losið kökuna úr forminu og smyrjið þeytta rjómanum yfir hana. Notið restina af súkkulaðinu til að skreyta kökuna með.

3 athugasemdir á “Kladdkaka með daim-súkkulaðirjóma

  1. Sæl, mér líst mjög vel á þessa uppskrift. Mig langaði að forvitnast um súkkulaðið sem þú notaðir í kökuna var það venjulegt suðusúkkulaði (46%) eða dekkra en það, t.d 70% súkkulaði?

    1. Hæ Edda,

      ég er ekki viss um að ég hafi nokkurn tíman spáð í því sjálf en ég notaði tækifærið og skoðaði nokkrar mismunandi uppskriftir að kladdköku, og ef það er minnst á prósentuna, þá er talað um 70% þannig að ég myndi nota það 🙂

      Vona að þér finnist kakan jafn góð og okkur fannst hún 🙂

      Kveðja,
      Stína

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s