Aðalréttir · Pastaréttir · Svínakjöt

Pastaréttur með svínalund

Pastaréttur með svínalund

Bloggletin hjá mér er í algjöru hámarki, ég er með haug af uppskriftum sem ég á eftir að setja inn og ætla að reyna að drífa inn á næstu vikum svona ef letin tekur ekki alveg yfirhöndina!  Ég gerði þennan rétt um daginn þegar pabbi var í stuttri heimsókn frá Íslandi um miðjan mánuðinn og við vorum öll sammála um að hann væri mjög góður. Svo var hann einkar fljótlegur sem er alltaf bónus. Ég held hann yrði ekkert verri með kjúklingabringum, það mætti alveg prófa það líka 🙂

Pastaréttur með svínalund

600 g svínalund
1 laukur
1 hvítlauksrif
10 sólþurrkaðir tómatar
1 pakki beikon, ca 140 g
3 dl rjómi (gjarnan matreiðslurjómi)
1 dós rjómaostur með kryddblöndu (125 gr)
1 dl þurrt hvítvín
1 msk hveiti
2 msk fljótandi kjötkraftur (eða 1 – 2 kubbar af kjötkrafti)
1, 5 msk dijonsinnep
1 dl rifinn ostur (t.d. parmesan)
2 tómatar (sem er blandað er saman við pastað eða hrísgrjónin)
salt
pipar
smjör

Skerið kjötið í sneiðar. Afhýðið og hakkið laukinn og hvítlaukinn og steikið ásamt kjötinu í smjöri á pönnu. Kryddið með salti og pipar. Skerið beikonið í litla bita og steikið það líka.

Þeytið saman rjóma, víni, hveiti, kraft, rjómaostinum og sinnep í potti. Skerið sólþurrkuðu tómatana í litla bita og látið út í pottinn. Hitið að suðu og hrærið í meðan. Bætið kjöti, lauk og beikoni út í og látið malla í ca. 10 mínútur. Takið af hellunni og hrærið ostinum út í.

Berið fram með pasta (t.d. tagliatelle). Skerið tómatana í bita og hrærið saman við pastað áður en þið berið réttinn fram.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s