Eftirréttir · Kökur

Hrískökuterta

Ég sá á íslensku bloggi hrísköku með rjóma, bönunum og svampbotn. Ég varð alveg veik, ég varð að prufa þessa. Kæró er mikill banana-súkkulaði maður, en því miður er hann með þá flugu í hausnum eins og er að hann vilji létta sig! Hvaða bull er það þegar ég þarf að geta bakað kökur sem ég sé á bloggrúntunum?.  Hann varð því að velja hvort þessi kaka yrði bökuð ofan í vinnufélagana eða hann. Hann var ekki buinn að gefa mér endanlegt svar þegar ég bara gat ekki beðið lengur, ég var að fá gest í heimsókn og þessi er svo fljótleg að ég dreif mig bara í að gera hana. Hann varð bara að halda í sér með að borða hana ekki, þó hún sæti inní ísskáð að stríða honum með tilveru sinni 🙂

IMG_1976

Ég var ekki með uppskriftina fyrir framan mig en mundi hvernig hún var í aðalatriðum. Svampbotninn ákvað ég að gera með því að nota Silvíuköku uppskriftina sem ég hef sett hérna á síðuna. Í þetta sinn minnkaði ég hana um einn þriðjung. Síðan er ég tiltölulega nýbúin að setja inn hrísköku uppskrift sem ég breytti aðeins með því að auka sírópið til þess að hún héldist betur saman. Betra er að byrja á hrískökunni til að hún fái örugglega nægan tíma til að harðna.

Hrískaka
60 gr smjörlíki
100 gr suðusúkkulaði
6 msk síróp
170-200 gr Rice Krispies

Bræðið smjörið og súkkulaðið í potti á lágum hita, hrærið sírópi saman við. Þegar allt er orðið uppleyst er Rice Krispies hrært saman við. Sett í form og kælt.

Botninn (silvíukaka)
2 egg
2 dl sykur
1 dl vatn
2 dl hveiti
2 tsk lyftiduft

Sykur og egg þeytt saman, vatni þeytt saman við stuttlega, svo er hveiti og lyftidufti bætt við. Hellt í kringlótt smurt mót. Bakað í 20 min ca, á 175°c eða þar til prjónn kemur þurr uppúr deginu.

Þeytið rjóman og sneiðið niður 2-3 banana.

Þegar svampbotninn er orðinn kaldur er bönunum raðað ofan á botninn. Þyyttum rjóma smurt þar afan á og hrískakan lögð þar ofaná. Njótið 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s